Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 08:29 Wynn hefur verið fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins og gefið í kosningasjóði flokksins. Vísir/AFP Steve Wynn, auðugur spilavítiseigandi, hefur sagt af sér sem fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og að hafa neytt starfsmann til að stunda kynlíf með honum. Sjálfur kennir hann fyrrverandi eiginkonu sinni um. Wynn er 76 ára gamall en Wall Street Journal fjallaði um ásakanirnar gegn honum á föstudag. Þar kom meðal annars fram að hann hefði áreitt nuddara. Konur sem unnu fyrir hann hafi forðast að hitta hann og sumar jafnvel falið sig inni á salerni eða í skápum ef þær heyrðu að hann væri á leiðinni. Þá greiddi Wynn nuddara 7,5 milljónir dollara sem sakaði hann um að hafa þvingað sig til að stunda kynlíf með honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Segja að sama eigi að gilda um repúblikana og demókrata áðurHann segir ásakanirnar „fáránlegar“ en hefur engu að síður sagt af sér hjá Repúblikanaflokknum. Hann telur að fyrrverandi eiginkona sín hafi komið „rógi“ um sig af stað en þau standa í hatrammri deilu fyrir dómstólum. Málið er ekki síst neyðarlegt fyrir flokkinn því forsvarsmenn hans deildu hart á demókrata vegna máls kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Hann hefur verið sakaður um fjölda brota gegn konum en hann hefur einnig látið mikið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins í gegnum tíðina. Repúblikanar gagnrýndu demókrata fyrir þögn um mál hans og kölluðu eftir því að þeir skiluðu fé sem Weinstein hafði gefið. Nú svara demókratar í sömu mynt og segja að það sama eigi að gilda um Repúblikanaflokkinn og Wynn. MeToo Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Steve Wynn, auðugur spilavítiseigandi, hefur sagt af sér sem fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og að hafa neytt starfsmann til að stunda kynlíf með honum. Sjálfur kennir hann fyrrverandi eiginkonu sinni um. Wynn er 76 ára gamall en Wall Street Journal fjallaði um ásakanirnar gegn honum á föstudag. Þar kom meðal annars fram að hann hefði áreitt nuddara. Konur sem unnu fyrir hann hafi forðast að hitta hann og sumar jafnvel falið sig inni á salerni eða í skápum ef þær heyrðu að hann væri á leiðinni. Þá greiddi Wynn nuddara 7,5 milljónir dollara sem sakaði hann um að hafa þvingað sig til að stunda kynlíf með honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Segja að sama eigi að gilda um repúblikana og demókrata áðurHann segir ásakanirnar „fáránlegar“ en hefur engu að síður sagt af sér hjá Repúblikanaflokknum. Hann telur að fyrrverandi eiginkona sín hafi komið „rógi“ um sig af stað en þau standa í hatrammri deilu fyrir dómstólum. Málið er ekki síst neyðarlegt fyrir flokkinn því forsvarsmenn hans deildu hart á demókrata vegna máls kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Hann hefur verið sakaður um fjölda brota gegn konum en hann hefur einnig látið mikið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins í gegnum tíðina. Repúblikanar gagnrýndu demókrata fyrir þögn um mál hans og kölluðu eftir því að þeir skiluðu fé sem Weinstein hafði gefið. Nú svara demókratar í sömu mynt og segja að það sama eigi að gilda um Repúblikanaflokkinn og Wynn.
MeToo Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira