Norðurkóresk kol millilenda í Rússlandi þrátt fyrir þvinganir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Frá höfninni í Nakhodka á Kyrrahafsströnd Rússlands. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira