Norðurkóresk kol millilenda í Rússlandi þrátt fyrir þvinganir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Frá höfninni í Nakhodka á Kyrrahafsströnd Rússlands. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira