Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 12:50 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19