Í frétt Guardian segir að Masekela hafi lengi glímt við blöðruhálskrabbamein.
Masekela naut mikillar virðingar, ekki bara í heimalandinu heldur einnig á alþjóðavettvangi. Lag hans, Soweto Blues var eitt af einkennislögum baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnunni í landinu.
Masekela steig fyrstur á svið á opnunartónleikum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fór í Suður-Afríku árið 2010 á Soccer City vellinum í Jóhannesarborg.
Nathi Mthethwa, ráðherra lista- og menningarmála í Suður-Afríku, lýsti Masekela sem „einum af mestu hönnuðum afro-djassins“, þegar hann minntist tónlistarmannsins á Twitter í dag.
A baobab tree has fallen, the nation has lost a one of a kind musician with the passing of Jazz legend bra Hugh Masekela. We can safely say bra Hugh was one of the great architects of Afro-Jazz and he uplifted the soul of our nation through his timeless music. #RIPBraHughMasekela pic.twitter.com/JVy47GA6aU
— Min. Nathi Mthethwa (@NathiMthethwaSA) January 23, 2018