Á fundinum var mjótt á mununum en 362 fundarmanna kusu að hefja viðræður við Kristilega Demókrata, 279 kusu gegn tillögunni og einn sat hjá. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Angela Merkel fagnar ákvörðun Jafnaðarmannaflokksins og segist hlakka til að hefja stjórnarmyndunarviðræður sem hún vonar að verði lausnamiðaðar og skynsamar.
Þjóðverjar kusu í lok september á síðasta ári en það hefur reynst afar erfitt að mynda ríkisstjórn út frá niðurstöðum kosninganna.