Erlent

Talibanar starfa óáreittir í stærstum hluta Afganistans

Atli Ísleifsson skrifar
Árásum Talibana í Afganistan hefur fjölgað að undanförnu.
Árásum Talibana í Afganistan hefur fjölgað að undanförnu. Vísir/AFP
Talibanar í Afganistan, sem erlent herlið undir stjórn Bandaríkjahers eyddi fjöldamörgum árum og milljörðum dollara í að uppræta, starfa nú óáreittir á um sjötíu prósent af landsvæði Afganistans.

Þetta er fullyrt í nýrri úttekt BBC  um ástandið í þessu stríðshrjáða landi.

Uppgangur Talíbana hefur verið gríðarlegur allt frá því síðustu hermennirnir úr alþjóðaliðinu fóru árið 2014, en nú eru aðeins hernaðarráðgjafar í landinu sem aðstoða við að byggja upp afganska herinn.

Mikil aukning hefur orðið á sprengju- eða hryðjuverkaárásum í landinu síðustu misserin en auk Talíbana eru hryðjuverkasamtökin ISIS öflug í landinu.


Tengdar fréttir

Gerðu árás á herstöð í Kabúl

Vígamenn gerðu í nótt árás á herstöð í grennd við herskólann í afgönsku höfuðborginni Kabúl og skutu til bana að minnsta kosti fimm afganska hermenn og særðu tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×