Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2018 06:00 Á myndinni eru Horst Seehofer, CSU, Angela Merkel, CDU, og Martin Schulz, SPD. Vísir/AFP Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) lifi út kjörtímabilið. Tilkynnt var um að samkomulag hefði náðst á miðvikudag eftir langvarandi stjórnarkreppu í landinu. Enn eiga flokksmenn þó eftir að greiða atkvæði um samstarfið og því er ekkert í höfn þótt líklegt teljist að samstarf flokkanna í ríkisstjórn verði samþykkt. Kurt Kister, ritstjóri dagblaðsins Süddeutsche Zeitung, sagði í leiðara sínum í gær að ríkisstjórnin ætti ekki eftir að endast lengi. Þýska blaðið Bild lýsti einnig áhyggjum sínum og á forsíðunni stóð „Kanslari sama hvað“. Vildi miðillinn meina að Merkel hefði selt sig Jafnaðarmannaflokknum og lagt stefnumál sín til hliðar til að ná að mynda stjórn. „Merkel gefur SPD stjórntaumana,“ sagði enn fremur í Bild.Sjá einnig: Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Reuters greinir frá því að Merkel þurfi nú að verja samkomulag sem sé flokki hennar óhagstætt. Flokkurinn missi meðal annars hið mikilvæga fjármála- og efnahagsráðuneyti í skiptum fyrir áframhaldandi veru Merkel í kanslarastólnum. Þá segi andstæðingar samkomulagsins að þrátt fyrir það hafi jafnaðarmönnum mistekist að draga CDU til vinstri. Áfram stefni í aðhald í ríkisrekstri. Jafnaðarmannaflokkurinn er í mikilli lægð og sagði Martin Schulz, leiðtogi flokksins, á kosninganótt að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu vegna lélegs gengis í kosningunum. Fékk flokkurinn rétt rúm 20 prósent atkvæða og hafði ekki fengið minna frá því fyrir seinna stríð. Nú mælist flokkurinn hins vegar með enn minna fylgi, 18 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) lifi út kjörtímabilið. Tilkynnt var um að samkomulag hefði náðst á miðvikudag eftir langvarandi stjórnarkreppu í landinu. Enn eiga flokksmenn þó eftir að greiða atkvæði um samstarfið og því er ekkert í höfn þótt líklegt teljist að samstarf flokkanna í ríkisstjórn verði samþykkt. Kurt Kister, ritstjóri dagblaðsins Süddeutsche Zeitung, sagði í leiðara sínum í gær að ríkisstjórnin ætti ekki eftir að endast lengi. Þýska blaðið Bild lýsti einnig áhyggjum sínum og á forsíðunni stóð „Kanslari sama hvað“. Vildi miðillinn meina að Merkel hefði selt sig Jafnaðarmannaflokknum og lagt stefnumál sín til hliðar til að ná að mynda stjórn. „Merkel gefur SPD stjórntaumana,“ sagði enn fremur í Bild.Sjá einnig: Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Reuters greinir frá því að Merkel þurfi nú að verja samkomulag sem sé flokki hennar óhagstætt. Flokkurinn missi meðal annars hið mikilvæga fjármála- og efnahagsráðuneyti í skiptum fyrir áframhaldandi veru Merkel í kanslarastólnum. Þá segi andstæðingar samkomulagsins að þrátt fyrir það hafi jafnaðarmönnum mistekist að draga CDU til vinstri. Áfram stefni í aðhald í ríkisrekstri. Jafnaðarmannaflokkurinn er í mikilli lægð og sagði Martin Schulz, leiðtogi flokksins, á kosninganótt að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu vegna lélegs gengis í kosningunum. Fékk flokkurinn rétt rúm 20 prósent atkvæða og hafði ekki fengið minna frá því fyrir seinna stríð. Nú mælist flokkurinn hins vegar með enn minna fylgi, 18 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira