Eftirhrunssaga
Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær.
Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess.
Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu.
Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum.
Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu.
Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins.
Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð.
Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði?
Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu.
En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of?
Tengdar fréttir
36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum
36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið.
Skoðun
Frelsi til sölu
Anton Guðmundsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði?
Svava Björg Mörk skrifar
Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall?
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar
Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“
Rajan Parrikar skrifar
Dýr eiga skilið samúð og umhyggju
Anna Berg Samúelsdóttir skrifar
Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu
Hópur lækna skrifar
Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni?
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Bjarni Ben í þátíð
Guðmundur Einarsson skrifar
Ísland og stórveldin
Reynir Böðvarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun
Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu
Ólafur Stephensen skrifar
Eru skattar og gjöld verðmætasköpun?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar
Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur?
Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar
Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta
Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna?
Júlíus Valsson skrifar
Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin
Guðröður Atli Jónsson skrifar
Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað
Svava Björg Mörk skrifar
Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn
Ómar H. Kristmundsson skrifar
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ögn um Vigdísarþætti
Hallgrímur Helgi Helgason skrifar
Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga
Jón Frímann Jónsson skrifar
Að skipta þjóðinni í tvo hópa
Ingólfur Sverrisson skrifar
Ferðaþjónustufólk kemur saman
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri
Arna Harðardóttir skrifar
Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum
Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Kóngar vímuefnaheimsins
Lára G. Sigurðardóttir skrifar
Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð
Sigvaldi Einarsson skrifar