Gömul ummæli Tarantino um kynferðisbrot Roman Polanski valda usla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 21:15 Næsta mynd Tarantino mun meðal annars fjalla um morðið á Sharon Tate, þáverandi eiginkonu Roman Polanski. Vísir/Getty „Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu. MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
„Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu.
MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent