Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir það tekur stjórnin ekki við fyrr en um páska en sósíaldemókratar telja sig hafa náð fram miklum breytingum og fá bæði utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að henni og formönnum Sósíaldemókrata og systurflokks Kristilegra demókrata hafi tekist að koma saman stjórnarsáttmála sem tryggi stöðuga stjórn til framfara fyrir þýsku þjóðina, með ábyrgum ríkisfjármálum, fjárfestingum í samgöngum og félagslegu öryggi. „Eins viljum við setja meira í öryggismál innanlands og eitt erfiðasta málið var hvernig ætti að taka á málum innflytjenda og aðlögun þeirra. Við völdum ekki auðveldu leiðina og bentum stöðugt á mikilvægi þess að vera mannúðlegur en um leið að hafa stjórn á ástandinu. Það var ekki auðvelt en við fundum góðan aðgerðapakka,“ sagði Merkel á sameiginlegum fréttamannafundi flokksleiðtoganna. Sósíaldemókratar lýstu yfir eftir kosningar að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata Angelu Merkel. En eftir að stjórnarmyndunarviðræður hennar við Frjálslynda flokkinn og Græningja runnu út í sandinn komu Sósíaldemókrata aftur að borðinu. Martin Schulz leiðtogi Sósíaldemókrata segir að það hafi einmitt verið ólíkar áherslur þeirra og flokks Merkel í innflytjendamálum, velferðarmálum og varðandi aukin réttindi launafólks sem voru hvað erfiðust í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Ég held að við höfum náð árangri og ég vona að kollegar mínir fyrirgefi mér þegar ég segi að sáttmálinn beri merki að sósíaldemókratar komu að honum. Við höfum haft mikil áhrif á þennan sáttmála og við erum þakklát fyrir vissar tilslakanir sem voru erfiðar fyrir Kristilega og systurflokk þeirra en náðust engu að síður,“ sagði Schulz. Hann er sannfærður um að 460 þúsund félagar hans í Sósíaldemókrataflokknum muni samþykkja stjórnarsáttmálann í allsherjar póstatkvæðagreiðslu á næstu vikum. Þá mun flokksþing Kristilegra demókrata einnig þurfa að blessa sáttmálann. Að þessu loknu vonast flokksleiðtogarnir til að ný stjórn geti tekið við fyrir páska. En stjórnarinnar er beðið með nokkurri óþreyju innan Evrópusambandsins og þá sérstaklega í Frakklandi því stjórnvöld þar hafa sett fram ákveðnar hugmyndir um breytingar á Evrópusambandinu. „Það sem okkur tókst að hafa með í þessum stjórnarsáttmála varðandi Evrópusambandið og framtíð þess mun hrinda af stað grundvallar stefnubreytingum í Evrópu. Með þessum stjórnarsáttmála mun Þýskaland aftur gegna virku leiðtogahlutverki í Evrópusambandinu,“ sagði Martin Schulz. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir það tekur stjórnin ekki við fyrr en um páska en sósíaldemókratar telja sig hafa náð fram miklum breytingum og fá bæði utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að henni og formönnum Sósíaldemókrata og systurflokks Kristilegra demókrata hafi tekist að koma saman stjórnarsáttmála sem tryggi stöðuga stjórn til framfara fyrir þýsku þjóðina, með ábyrgum ríkisfjármálum, fjárfestingum í samgöngum og félagslegu öryggi. „Eins viljum við setja meira í öryggismál innanlands og eitt erfiðasta málið var hvernig ætti að taka á málum innflytjenda og aðlögun þeirra. Við völdum ekki auðveldu leiðina og bentum stöðugt á mikilvægi þess að vera mannúðlegur en um leið að hafa stjórn á ástandinu. Það var ekki auðvelt en við fundum góðan aðgerðapakka,“ sagði Merkel á sameiginlegum fréttamannafundi flokksleiðtoganna. Sósíaldemókratar lýstu yfir eftir kosningar að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata Angelu Merkel. En eftir að stjórnarmyndunarviðræður hennar við Frjálslynda flokkinn og Græningja runnu út í sandinn komu Sósíaldemókrata aftur að borðinu. Martin Schulz leiðtogi Sósíaldemókrata segir að það hafi einmitt verið ólíkar áherslur þeirra og flokks Merkel í innflytjendamálum, velferðarmálum og varðandi aukin réttindi launafólks sem voru hvað erfiðust í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Ég held að við höfum náð árangri og ég vona að kollegar mínir fyrirgefi mér þegar ég segi að sáttmálinn beri merki að sósíaldemókratar komu að honum. Við höfum haft mikil áhrif á þennan sáttmála og við erum þakklát fyrir vissar tilslakanir sem voru erfiðar fyrir Kristilega og systurflokk þeirra en náðust engu að síður,“ sagði Schulz. Hann er sannfærður um að 460 þúsund félagar hans í Sósíaldemókrataflokknum muni samþykkja stjórnarsáttmálann í allsherjar póstatkvæðagreiðslu á næstu vikum. Þá mun flokksþing Kristilegra demókrata einnig þurfa að blessa sáttmálann. Að þessu loknu vonast flokksleiðtogarnir til að ný stjórn geti tekið við fyrir páska. En stjórnarinnar er beðið með nokkurri óþreyju innan Evrópusambandsins og þá sérstaklega í Frakklandi því stjórnvöld þar hafa sett fram ákveðnar hugmyndir um breytingar á Evrópusambandinu. „Það sem okkur tókst að hafa með í þessum stjórnarsáttmála varðandi Evrópusambandið og framtíð þess mun hrinda af stað grundvallar stefnubreytingum í Evrópu. Með þessum stjórnarsáttmála mun Þýskaland aftur gegna virku leiðtogahlutverki í Evrópusambandinu,“ sagði Martin Schulz.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira