Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2018 12:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira