Gæðingur Mandela verður næsti forseti Suður-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2018 11:53 Ferill hins 65 ára Cyril Ramaphosa er um margt merkilegur. Vísir/AFP Nelson Mandela hreykti sér af honum og kallaði hann „einn af gáfuðustu leiðtogum nýju kynslóðarinnar“. Fjárfestirinn sem byrjaði viðskiptaævintýri sín með hlutabréfum í McDonalds og Coca-Cola sór embættiseið sem nýr forseti Suður-Afríku um miðjan dag í dag. Ferill hins 65 ára Cyril Ramaphosa er um margt merkilegur. Hann sat í fangelsi á árunum 1974 til 1976 vegna baráttu sinnar gegn aðskilaðarstefnu og var á tímabili ötull í stéttarfélagsbaráttunni. Síðar átti hann eftir að verða milljarðamæringur og svo varaforseti landsins. Eftir að Jacob Zuma lét undan þrýstingi og samþykkti að segja af sér í gær lá fyrir að Ramaphosa myndi taka við stöðu forseta, valdamesta embættis landsins. Ramaphosa var kjörinn formaður stjórnarflokksins, Afríska þjóðarráðsins (ANC), í desember eftir harða baráttu við Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Lá því fyrir að hann yrði að öllum líkindum næsti forseti landsins. Kosningar fara fram í Suður-Afríku á næsta ári og lá fyrir að Zuma gæti ekki boðið sig fram vegna laga sem takmarka valdatíð forseta.Cyril Ramaphosa vann Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta, í baráttunni um hver yrði næsti leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins í desember.Vísir/AFPVann með MandelaÍ frétt norska ríkisútvarpsins um Ramaphosa kemur fram að forsetinn fyrrverandi, Nelson Mandela, hafi á sínum tíma lýst Ramaphosa sem einum af gáfuðustu leiðtogum „nýju kynslóðarinnar“. Þeir félagar, Mandela og Ramaphosa, voru í hópi þeirra sem unnu að nauðsynlegum kerfisbreytingum þegar aðskilnaðarstefna suður-afrískra stjórnvalda var aflögð eftir að Mandela var látinn laus árið 1990 eftir að hafa setið í fangelsi í 27 ár. Ramaphosa ákvað hins vegar að segja skilið við stjórnmálin árið 1997 eftir að hafa beðið lægri hlut í baráttunni gegn Thabo Mbeki um hver ætti að taka við forsetaembættinu af Mandela. Sneri hann sér þá að viðskiptum og varð einn af ríkustu mönnum álfunnar. Árið 2012 sneri hann aftur í stjórnmálin. Zuma gerði hann að varaforseta landsins árið 2014, sama ár og hann var sjálfur endurkjörinn sem forseti.Ólst upp í Soweto Ramaphosa ólst upp í Soweto sem oft var lýst sem hringiða baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Hann stundaði nám í lögfræði og varð fljótlega áberandi í baráttu ANC gegn aðskilnaðarstefnunni. Árið 1974 var hann handtekinn og sat rúmt ár í fangelsi. Á meðan margir af helstu og eldri baráttumönnum ANC, líkt og Mandela, var haldið í fangelsi á Robben-eyju, var Ramaphosa einn af þeim yngri liðsmönnum ANC sem hélt baráttunni gangandi.Cyril Ramaphosa og Nelson Mandela árið 1993.Vísir/AFPÁ níunda áratugnum stofnaði Ramaphosa stéttarfélag námuverkamanna sem varð ein af mikilvægustu stofnunum í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Meðlimir voru um 300 þúsund talsins og skipulagði Ramaphosa einhver fjölmennustu verkföll í sögu landsins. Beiting verkfallsvopnsins var eitt það mikilvægasta í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar.Hefur sætt gagnrýniForsetatíð Zuma hefur að stórum hluta einkennst af spillingarmálum og hefur Ramaphosa sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki, sem varaforseti, sótt að Zuma vegna málanna. Ramaphosa var sömuleiðis gagnrýndur fyrir að hafa gefið óbein fyrirmæli um að skjóta á námuverkamenn í Marikana, skammt frá Jóhannesarborg, árið 2013, en hann var þá yfirmaður námavinnslufyrirtækisins. Alls fórust 47 manns í átökum lögreglu og verkamannanna. Suður-afrískir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um ýmis hneykslismál tengd Ramaphosa á síðustu árum. Hann á fjögur börn með sinni annarri eiginkonu, Tshepo Motsepe, en á síðasta ári var hann sakaður um að hafa átt í sambandi við fjölda yngri kvenna. Búist er við að leiðtogastíll Ramaphosa verði um margt varkárari en stíll Zuma, en í valdatíð Zuma hefur mikið gustað um forsetann. Reiknað er með að Ramaphosa muni leggja áherslu á að koma efnahag landsins aftur á skrið. Atvinnuleysi mælist um 30 prósent og er ójöfnuður í landinu einn sá mesti í landinu. Því er ljóst að nýs forseta bíða fjölda verkefna og áskorana. Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Nelson Mandela hreykti sér af honum og kallaði hann „einn af gáfuðustu leiðtogum nýju kynslóðarinnar“. Fjárfestirinn sem byrjaði viðskiptaævintýri sín með hlutabréfum í McDonalds og Coca-Cola sór embættiseið sem nýr forseti Suður-Afríku um miðjan dag í dag. Ferill hins 65 ára Cyril Ramaphosa er um margt merkilegur. Hann sat í fangelsi á árunum 1974 til 1976 vegna baráttu sinnar gegn aðskilaðarstefnu og var á tímabili ötull í stéttarfélagsbaráttunni. Síðar átti hann eftir að verða milljarðamæringur og svo varaforseti landsins. Eftir að Jacob Zuma lét undan þrýstingi og samþykkti að segja af sér í gær lá fyrir að Ramaphosa myndi taka við stöðu forseta, valdamesta embættis landsins. Ramaphosa var kjörinn formaður stjórnarflokksins, Afríska þjóðarráðsins (ANC), í desember eftir harða baráttu við Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Lá því fyrir að hann yrði að öllum líkindum næsti forseti landsins. Kosningar fara fram í Suður-Afríku á næsta ári og lá fyrir að Zuma gæti ekki boðið sig fram vegna laga sem takmarka valdatíð forseta.Cyril Ramaphosa vann Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta, í baráttunni um hver yrði næsti leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins í desember.Vísir/AFPVann með MandelaÍ frétt norska ríkisútvarpsins um Ramaphosa kemur fram að forsetinn fyrrverandi, Nelson Mandela, hafi á sínum tíma lýst Ramaphosa sem einum af gáfuðustu leiðtogum „nýju kynslóðarinnar“. Þeir félagar, Mandela og Ramaphosa, voru í hópi þeirra sem unnu að nauðsynlegum kerfisbreytingum þegar aðskilnaðarstefna suður-afrískra stjórnvalda var aflögð eftir að Mandela var látinn laus árið 1990 eftir að hafa setið í fangelsi í 27 ár. Ramaphosa ákvað hins vegar að segja skilið við stjórnmálin árið 1997 eftir að hafa beðið lægri hlut í baráttunni gegn Thabo Mbeki um hver ætti að taka við forsetaembættinu af Mandela. Sneri hann sér þá að viðskiptum og varð einn af ríkustu mönnum álfunnar. Árið 2012 sneri hann aftur í stjórnmálin. Zuma gerði hann að varaforseta landsins árið 2014, sama ár og hann var sjálfur endurkjörinn sem forseti.Ólst upp í Soweto Ramaphosa ólst upp í Soweto sem oft var lýst sem hringiða baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Hann stundaði nám í lögfræði og varð fljótlega áberandi í baráttu ANC gegn aðskilnaðarstefnunni. Árið 1974 var hann handtekinn og sat rúmt ár í fangelsi. Á meðan margir af helstu og eldri baráttumönnum ANC, líkt og Mandela, var haldið í fangelsi á Robben-eyju, var Ramaphosa einn af þeim yngri liðsmönnum ANC sem hélt baráttunni gangandi.Cyril Ramaphosa og Nelson Mandela árið 1993.Vísir/AFPÁ níunda áratugnum stofnaði Ramaphosa stéttarfélag námuverkamanna sem varð ein af mikilvægustu stofnunum í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Meðlimir voru um 300 þúsund talsins og skipulagði Ramaphosa einhver fjölmennustu verkföll í sögu landsins. Beiting verkfallsvopnsins var eitt það mikilvægasta í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar.Hefur sætt gagnrýniForsetatíð Zuma hefur að stórum hluta einkennst af spillingarmálum og hefur Ramaphosa sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki, sem varaforseti, sótt að Zuma vegna málanna. Ramaphosa var sömuleiðis gagnrýndur fyrir að hafa gefið óbein fyrirmæli um að skjóta á námuverkamenn í Marikana, skammt frá Jóhannesarborg, árið 2013, en hann var þá yfirmaður námavinnslufyrirtækisins. Alls fórust 47 manns í átökum lögreglu og verkamannanna. Suður-afrískir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um ýmis hneykslismál tengd Ramaphosa á síðustu árum. Hann á fjögur börn með sinni annarri eiginkonu, Tshepo Motsepe, en á síðasta ári var hann sakaður um að hafa átt í sambandi við fjölda yngri kvenna. Búist er við að leiðtogastíll Ramaphosa verði um margt varkárari en stíll Zuma, en í valdatíð Zuma hefur mikið gustað um forsetann. Reiknað er með að Ramaphosa muni leggja áherslu á að koma efnahag landsins aftur á skrið. Atvinnuleysi mælist um 30 prósent og er ójöfnuður í landinu einn sá mesti í landinu. Því er ljóst að nýs forseta bíða fjölda verkefna og áskorana.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma. 15. febrúar 2018 07:00