Krefjast þess að Zuma láti af forsetaembætti Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Flokksfélagar Jakobs Zuma vilja losna við hann. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. VÍSIR/EPA Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35
Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04
Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53