Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 13:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira