Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 11:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að veita sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra innan SDF áframhaldandi stuðning. Erdogan segir ljóst að sú ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á stefnu Tyrklands og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, sömuleiðis harðlega. Tyrkir gerðu innrás í Afrinhérað í Sýrlandi í síðasta mánuði með því markmið að reka sýrlenska Kúrda, YPG, frá héraðinu. Þeir segja sýrlenska Kúrda vera hryðjuverkamenn með tengingu við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem háð hefur áratugalanga frelsisbaráttu þar í landi. Bandaríkin og Evrópusambandið eru ósammála því að YPG séu hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkin staðið við bakið á þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan hefur einnig heitið því að ráðast á Manbij í Sýrlandi, sem er undir stjórn YPG, en fjöldi bandarískra hermanna eru staðsettir þar. „Hverslags NATO aðild er þetta? Hverslags NATO-bandalag er þetta?“ spurði Erdogan í þingi Tyrklands í morgun. Hann sagði að Bandaríkin væru ekki NATO og að öll aðildarríki ættu að vera jöfn. Á sama tíma setti Erdogan út á ummæli bandaríska hershöfðingjans Paul E. Funk um að ef Tyrkir myndu ráðast á Manbij, eins og Erdogan hefur lofað, muni þeir bandarísku hermenn sem eru þar verja sig. „Þeir sem segja að þeir muni svara árásum með árásum hafa ekki fengið Ottómana-kinnhest,“ sagði Erdogan við þingmenn samkvæmt Anadolu fréttaveitunni sem er í eigur tyrkneska ríkisins.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Tyrkland á morgun og funda með Erdogan. Bandarískir embættismenn búast við átakafundi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að veita sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra innan SDF áframhaldandi stuðning. Erdogan segir ljóst að sú ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á stefnu Tyrklands og gagnrýnir Atlantshafsbandalagið, NATO, sömuleiðis harðlega. Tyrkir gerðu innrás í Afrinhérað í Sýrlandi í síðasta mánuði með því markmið að reka sýrlenska Kúrda, YPG, frá héraðinu. Þeir segja sýrlenska Kúrda vera hryðjuverkamenn með tengingu við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem háð hefur áratugalanga frelsisbaráttu þar í landi. Bandaríkin og Evrópusambandið eru ósammála því að YPG séu hryðjuverkamenn og hafa Bandaríkin staðið við bakið á þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan hefur einnig heitið því að ráðast á Manbij í Sýrlandi, sem er undir stjórn YPG, en fjöldi bandarískra hermanna eru staðsettir þar. „Hverslags NATO aðild er þetta? Hverslags NATO-bandalag er þetta?“ spurði Erdogan í þingi Tyrklands í morgun. Hann sagði að Bandaríkin væru ekki NATO og að öll aðildarríki ættu að vera jöfn. Á sama tíma setti Erdogan út á ummæli bandaríska hershöfðingjans Paul E. Funk um að ef Tyrkir myndu ráðast á Manbij, eins og Erdogan hefur lofað, muni þeir bandarísku hermenn sem eru þar verja sig. „Þeir sem segja að þeir muni svara árásum með árásum hafa ekki fengið Ottómana-kinnhest,“ sagði Erdogan við þingmenn samkvæmt Anadolu fréttaveitunni sem er í eigur tyrkneska ríkisins.Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Tyrkland á morgun og funda með Erdogan. Bandarískir embættismenn búast við átakafundi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15