Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 19:29 Sérfræðingar hafa reist tjald í kringum bekkinn þar sem feðginin fundust meðvitundarlaus. Vísir/AFP Lögreglan í Bretlandi segir að 21 aðili hafi orðið fyrir áhrifum taugaeiturs sem notað var til að reyna að myrða rússneskan njósnara þar í landi um helgina. Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. Feðginin eru enn í alvarlegu ástandi en Bailey er sagður vera á batavegi.Vísir/GraphicNewsRannsakendur eru sagðir vinna hörðum höndum að því að finna út hvaðan taugaeitrið sem notað var kemur og hvort meira af því sé í Bretlandi. Sérfræðingar segja líklegast að efni sem þessi séu framleidd af ríkjum og hafa spjótin beinst að Rússlandi.Sjá einnig: Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitriSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Skripal og dóttir hans fundust meðvitundarlaus á bekk á sunnudagskvöldið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins. Athygli vakti í dag þegar rússneskur fréttaþulur sagði áhorfendum sínum að „svikarar deyi ungir“.A Russian news reader warns his viewers: 'Traitors die young' #skynews pic.twitter.com/ceLmDP29Q1— Bethany Minelle (@Bethanyminelle) March 8, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. 6. mars 2018 17:40 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi segir að 21 aðili hafi orðið fyrir áhrifum taugaeiturs sem notað var til að reyna að myrða rússneskan njósnara þar í landi um helgina. Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. Feðginin eru enn í alvarlegu ástandi en Bailey er sagður vera á batavegi.Vísir/GraphicNewsRannsakendur eru sagðir vinna hörðum höndum að því að finna út hvaðan taugaeitrið sem notað var kemur og hvort meira af því sé í Bretlandi. Sérfræðingar segja líklegast að efni sem þessi séu framleidd af ríkjum og hafa spjótin beinst að Rússlandi.Sjá einnig: Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitriSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Skripal og dóttir hans fundust meðvitundarlaus á bekk á sunnudagskvöldið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins. Athygli vakti í dag þegar rússneskur fréttaþulur sagði áhorfendum sínum að „svikarar deyi ungir“.A Russian news reader warns his viewers: 'Traitors die young' #skynews pic.twitter.com/ceLmDP29Q1— Bethany Minelle (@Bethanyminelle) March 8, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. 6. mars 2018 17:40 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56
Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. 6. mars 2018 17:40