Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2018 17:40 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Sergei Skripal, fyrrverandi yfirmaður innan GRU leyniþjónustunnar, og 33 ára gömul dóttir hans hafi fundist meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Lögreglan segir þau hafa orðið fyrir áhrifum óþekkts efnis og eru þau bæði á gjörgæslu í alvarlegu ástandi. Tveir lögregluþjónar urðu einnig fyrir áhrifum efnisins en þeir eru sagðir hafa náð sér að fullu. Þar að auki er einn sjúkraflutningamaður á sjúkrahúsi.Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Johnson sagði þingmönnum í dag að enn væri ekki vitað nákvæmlega hvað hefði gerst. Hins vegar grunaði yfirvöld að Rússar stæðu að baki veikindum feðginanna. „Það er ljóst að Rússland, því miður, er nú að mörgu leyti illt og spillandi afl og Bretland er í forystu meðal þjóða heimsins í að koma í veg fyrir aðgerðir þeirra,“ sagði Johnson samkvæmt frétt Reuters.Líkindi með dauða LitvenkoJohnson, sem vitnaði í dauða njósnarans Alexander Litvenko sem dó árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum, sagði einnig að ef í ljós kæmi að Rússar hefðu reynt að myrða Skripal væri „erfitt að sjá“ hvernig Bretar gætu tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar „með eðlilegum hætti“. Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu árið 2016 er því haldið fram að Putin og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar hafi fyrirskipað morðið á Litvenko.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56