Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 15:15 Mark Zuckerberg stofnaði Facebook og er einn ríkasti maður heims Vísir/Getty Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins. Facebook Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins.
Facebook Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira