Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Hulda Hólmkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 19. mars 2018 14:46 Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Vísir/EPA Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Meðal þess sem þær ræddu á fundinum var mál Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Óskaði Katrín eftir því að íslensk yfirvöld mættu njóta liðsinnis þýskra yfirvalda til að leita upplýsinga um örlög Hauks. „Ég bara notaði tækifærið í ljósi þess að við vorum á þessum fundi og óskaði þess að við mættum njóta liðsinnis Þjóðverja í því máli þar sem þau hafa auðvitað töluvert mikla reynslu af málum sem þessum. þannig ég notaði tækifærið og óskaði liðsinnis og var mjög vel tekið með það,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Vísir/EPA Vissi Merkel um mál Hauks? „Nei hún þekkti ekki til þess fyrir en auðvitað þekkir mjög vel til aðstæðna í Tyrklandi og meðal þess sem við ræddum á fundinum voru stóru línurnar þegar kemur að málefnum flóttamanna. Þar hefur hún auðvitað stigið mjög eindregið fram og talað mjög sterklega fyrir því að vestræn ríki þurfi líka að efla þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð.“ Katrín ræddi fund sinn með Merkel í Reykjavík síðdegis í dag. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vinnur áfram í málinu og að sögn Sveins er lögð áhersla á samvinnu við ástvini Hauks og að halda þeim upplýstum um gang mála. Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins. Í heimsókn sinni í Þýskalandi mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50 Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Meðal þess sem þær ræddu á fundinum var mál Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Óskaði Katrín eftir því að íslensk yfirvöld mættu njóta liðsinnis þýskra yfirvalda til að leita upplýsinga um örlög Hauks. „Ég bara notaði tækifærið í ljósi þess að við vorum á þessum fundi og óskaði þess að við mættum njóta liðsinnis Þjóðverja í því máli þar sem þau hafa auðvitað töluvert mikla reynslu af málum sem þessum. þannig ég notaði tækifærið og óskaði liðsinnis og var mjög vel tekið með það,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Vísir/EPA Vissi Merkel um mál Hauks? „Nei hún þekkti ekki til þess fyrir en auðvitað þekkir mjög vel til aðstæðna í Tyrklandi og meðal þess sem við ræddum á fundinum voru stóru línurnar þegar kemur að málefnum flóttamanna. Þar hefur hún auðvitað stigið mjög eindregið fram og talað mjög sterklega fyrir því að vestræn ríki þurfi líka að efla þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð.“ Katrín ræddi fund sinn með Merkel í Reykjavík síðdegis í dag. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vinnur áfram í málinu og að sögn Sveins er lögð áhersla á samvinnu við ástvini Hauks og að halda þeim upplýstum um gang mála. Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins. Í heimsókn sinni í Þýskalandi mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50 Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29
Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54
Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50
Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45