Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 22:38 Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. Vísir/Getty Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41