Utanríkisráðherra Rússa segir Bandaríkin kúga bandalagsríki sín Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. mars 2018 13:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, var ómyrkur í máli í morgun og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug, einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist sé afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu. vísir/getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45