Erdogan vill enn í ESB Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 16:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ríkisstjórn sína enn stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir miklar deilur við Evrópuríki að undanförnu. Erdogan mun funda með leiðtogum ESB í Búlgaríu á næstu dögum og verða þar rædd mörg erfið mál. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán um sumarið 2016. Tugum þúsunda embættismanna, dómara, kennara og öðrum hefur verið sagt upp störfum og þúsundir hafa verið handteknir. Þá hefur ríkisstjórn Erdogan farið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum og handtekið fjölda manna sem gagnrýnt hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis verður rætt um þá kröfu Tyrkja að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana og deilur Tyrkja og Grikkja þar sem tyrknesk herskip hafa komið í veg fyrir leit að olíu við Kýpur. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist búast við mjög erfiðum fundi. Áður en Erdogan lagði af stað til Búlgaríu í dag ræddi hann við fjölmiðla og sagði að Tyrkland myndi ekki sætta sig við hræsni og tvískynnung. Erdogan sakaði forsvarsmenn ESB um að leggja steina í götu Tyrklands. Deilur Tyrkja og ESB hafa fært Tyrkland nær Rússlandi. Tyrkir hafa gert samkomulag um að kaupa vopn af Rússum og Rússar ætla að byggja fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Þá mun Vladimir Putin, forseti Rússlands, heimsækja Tyrkland í næstu viku og vera þar í tvo daga. ESB mun í næsta mánuði birta ástandsskýrslu varðandi aðildarumsókn Tyrkja og býst sérfræðingur sem AFP fréttaveitan ræddi við að líkur á inngöngu Tyrkja í sambandið hafi í raun minnkað. Þeir standist færri skilyrði en áður vegna andlýðræðislegra aðgerða Erdogan. Á móti saka Tyrkir ESB um að aðstoða þá ekki í því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum, sem snýr að mestu að Kúrdum og klerksins Fethullah Gülen sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Erdogan hefur ítrekað sakað hann um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða. Búlgaría Evrópusambandið Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ríkisstjórn sína enn stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir miklar deilur við Evrópuríki að undanförnu. Erdogan mun funda með leiðtogum ESB í Búlgaríu á næstu dögum og verða þar rædd mörg erfið mál. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán um sumarið 2016. Tugum þúsunda embættismanna, dómara, kennara og öðrum hefur verið sagt upp störfum og þúsundir hafa verið handteknir. Þá hefur ríkisstjórn Erdogan farið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum og handtekið fjölda manna sem gagnrýnt hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis verður rætt um þá kröfu Tyrkja að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana og deilur Tyrkja og Grikkja þar sem tyrknesk herskip hafa komið í veg fyrir leit að olíu við Kýpur. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist búast við mjög erfiðum fundi. Áður en Erdogan lagði af stað til Búlgaríu í dag ræddi hann við fjölmiðla og sagði að Tyrkland myndi ekki sætta sig við hræsni og tvískynnung. Erdogan sakaði forsvarsmenn ESB um að leggja steina í götu Tyrklands. Deilur Tyrkja og ESB hafa fært Tyrkland nær Rússlandi. Tyrkir hafa gert samkomulag um að kaupa vopn af Rússum og Rússar ætla að byggja fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Þá mun Vladimir Putin, forseti Rússlands, heimsækja Tyrkland í næstu viku og vera þar í tvo daga. ESB mun í næsta mánuði birta ástandsskýrslu varðandi aðildarumsókn Tyrkja og býst sérfræðingur sem AFP fréttaveitan ræddi við að líkur á inngöngu Tyrkja í sambandið hafi í raun minnkað. Þeir standist færri skilyrði en áður vegna andlýðræðislegra aðgerða Erdogan. Á móti saka Tyrkir ESB um að aðstoða þá ekki í því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum, sem snýr að mestu að Kúrdum og klerksins Fethullah Gülen sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Erdogan hefur ítrekað sakað hann um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða.
Búlgaría Evrópusambandið Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira