Samkvæmt frétt Guardian er þetta í þriðja sinn á fimm mánuðum sem uppreisnarmenn Húta skjóta eldflaugum að Sádi-Arabíu. Það sé til marks um aukna getu Húta og gæti leitt til stærri átaka á milli Sádi-Arabíu og Íran. Sádar saka Írani um að styðja Húta og um að útvega þeim eldflaugar.
Sjá einnig: Bandaríkin saka Írana um að útvega Hútum vopn
Hútar hafa gefið út að skotmark þeirra hefði verið alþjóðaflugvöllurinn í Riyadh.
Sádar leiða bandalag Arabaríkja gegn uppreisn Húta í Jemen. Minnst tíu þúsund manns hafa látið lífið í átökunum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Þá hefur um ein milljón manna smitast af kóleru í Jemen, sem er stærsti faraldur kóleru sem vitað er um.
Hér má sjá eldflaugavarnir Sádi-Arabíu skjóta niður eldflaugar yfir Riyadh.
WATCH #Saudi Patriot missiles intercepting missiles fired by #Iran-backed #Houthi militia from #Yemen toward Riyadh on Sunday night. Seven Houthi missiles were shot down.https://t.co/MGskjzyao9 pic.twitter.com/wBKOmHMSfY
— Arab News (@arabnews) March 25, 2018