Forseti Mjanmar segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 06:06 Aung San Suu Kyi og fráfarandi forsetinn Htin Kyaw, Vísir/epa Forseti Mjanmar, Htin Kyaw, hefur sagt af sér. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar er ekki gefin upp nein ástæða fyrir starfslokunum. Undanfarna mánuði hafa þó verið uppi háværir orðrómar um lélegt heilsufar forsetans. Hinn 71 árs gamli Kyaw hafi þannig þótt veiklulegur við opinberar athafnir. Htin Kyaw sór embættiseið sinn árið 2016 eftir sögulegar kosningar í Mjanmar, eftir að herforingjar höfðu farið með stjórn landsins í áratugi. Í stjórnartíð Kyaw var forsetaembættið í raun valdalaust og er óhætt að segja að nóbelsverðlaunahafinn og forsætisráðherrann Aung San Suu Kyi hafi farið með tögl og hagldir í landinu. Áður en herinn fór frá völdum tókst honum að gera stjórnarskrárbreytingar sem kváðu á um að fólk sem á börn með mökum af erlendum uppruna geti ekki orðið forsetar í Mjanmar. Breytingarnar beindust alfarið gegn Suu Kyi og þegar hún komst til valda var því brugðið á það ráð að auka völd forsætisráðherrans á kostnað forsetaembættisins. Þannig gæti hún í raun farið með völd forsetans og farið þannig á svig við stjórnarskrárbreytinguna. Í tilkynninu forsetaembættisins, sem birt var á Facebook, segir að Htin Kyaw hafi hætt störfum því hann hafi einfaldlega viljað „hvíla sig.“ Fyrrum hershöfðinginn og varaforseti landsins, Myint Swe, mun því taka við embætti forseta þangað til nýr hefur verið valinn. Mjanmar Tengdar fréttir Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Forseti Mjanmar, Htin Kyaw, hefur sagt af sér. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar er ekki gefin upp nein ástæða fyrir starfslokunum. Undanfarna mánuði hafa þó verið uppi háværir orðrómar um lélegt heilsufar forsetans. Hinn 71 árs gamli Kyaw hafi þannig þótt veiklulegur við opinberar athafnir. Htin Kyaw sór embættiseið sinn árið 2016 eftir sögulegar kosningar í Mjanmar, eftir að herforingjar höfðu farið með stjórn landsins í áratugi. Í stjórnartíð Kyaw var forsetaembættið í raun valdalaust og er óhætt að segja að nóbelsverðlaunahafinn og forsætisráðherrann Aung San Suu Kyi hafi farið með tögl og hagldir í landinu. Áður en herinn fór frá völdum tókst honum að gera stjórnarskrárbreytingar sem kváðu á um að fólk sem á börn með mökum af erlendum uppruna geti ekki orðið forsetar í Mjanmar. Breytingarnar beindust alfarið gegn Suu Kyi og þegar hún komst til valda var því brugðið á það ráð að auka völd forsætisráðherrans á kostnað forsetaembættisins. Þannig gæti hún í raun farið með völd forsetans og farið þannig á svig við stjórnarskrárbreytinguna. Í tilkynninu forsetaembættisins, sem birt var á Facebook, segir að Htin Kyaw hafi hætt störfum því hann hafi einfaldlega viljað „hvíla sig.“ Fyrrum hershöfðinginn og varaforseti landsins, Myint Swe, mun því taka við embætti forseta þangað til nýr hefur verið valinn.
Mjanmar Tengdar fréttir Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00