Rússar vilja fund með Boris Johnson Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. apríl 2018 14:45 Árásin á Skrípal feðginin er rannsökuð sem morðtilraun. Vísir/EPA Rússneska sendiráðið í London hefur óskað eftir fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, vegna Skrípal rannsóknarinnar. Er nú beðið eftir viðbrögðum við þeirri beiðni, samkvæmt frétt BBC. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er málið rannsakað sem morðtilraun. Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. „Við teljum að það sé kominn tími á að sendiherrann Alexander Yakovenko fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra.“ Þar kemur einnig fram að sendiherran hafi nú þegar sent skilaboð til Johnson. Bindur sendiráðið miklar vonir við að vel verði tekið í þessa beiðni og að komið verði á fundi sem fyrst. Bretar hafa ekki tjáð sig um beiðnina. Julia Skíipal hefur verið vakandi í rúma viku og í gær var sagt frá því að Sergei Skrípal væri einnig á batavegi eftir að hafa verið í lífshættu í nokkrar vikur. Christine Blanshard, yfirlæknir við spítalann í Salisbury, staðfesti þetta í gær í samtali við fjölmiðla. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina. Vladimir Pútín þvertekur aftur á móti fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Rússar óskuðu eftir því á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni, að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum í samstarfi við Rússa. Öryggisráðið hafnaði þeiri kröfu. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Rússneska sendiráðið í London hefur óskað eftir fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, vegna Skrípal rannsóknarinnar. Er nú beðið eftir viðbrögðum við þeirri beiðni, samkvæmt frétt BBC. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er málið rannsakað sem morðtilraun. Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. „Við teljum að það sé kominn tími á að sendiherrann Alexander Yakovenko fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra.“ Þar kemur einnig fram að sendiherran hafi nú þegar sent skilaboð til Johnson. Bindur sendiráðið miklar vonir við að vel verði tekið í þessa beiðni og að komið verði á fundi sem fyrst. Bretar hafa ekki tjáð sig um beiðnina. Julia Skíipal hefur verið vakandi í rúma viku og í gær var sagt frá því að Sergei Skrípal væri einnig á batavegi eftir að hafa verið í lífshættu í nokkrar vikur. Christine Blanshard, yfirlæknir við spítalann í Salisbury, staðfesti þetta í gær í samtali við fjölmiðla. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina. Vladimir Pútín þvertekur aftur á móti fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Rússar óskuðu eftir því á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni, að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum í samstarfi við Rússa. Öryggisráðið hafnaði þeiri kröfu.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21