Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fer fram á heilbrigða skynsemi í Skrípal-málinu. Vísir/EPA Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34