Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 17:00 Teikning af Tess. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið. SpaceX Vísindi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. Sjónauka þessum er ætlað að finna fjarreikistjörnur í öðrum sólkerfum sem eru stjarnfræðilega nærri okkar eigin. Tess mun byggja á gögnum sem aflað hefur verið með Kepler sjónaukanum og gæti hleypt nýju lífi í leit okkar að lífi út í geimnum. Áætlað er að verkefnið muni taka um tvö ár og á þeim tíma mun Tess skoða þúsundir plánetna, bæði plánetur sem vitað er um núna og sömuleiðis nýjar.Tess verður skotið út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Cape Canaveral í Flórída. Þegar Kepler sjónaukanum var skotið á loft árið 2009 vissu vísindamenn ekki hve algengt væri að reikistjörnur væru á braut um fjarlægar stjörnur og þá í hvaða magni. Einn vísindamaður sem unnið hefur að Kepler verkefninu í tuttugu ár sagði í samtali við Space.com að það hefði komið öllum á óvart hve algengar stórar fjarreikistjörnur væru. „Kepler gerði okkur ljóst að fjarreikistjörnur eru eins algengar og símastaurar,“ sagði annar vísindamaður.Munurinn á Kepler og Tess er sá að sá fyrrnefndi skoðaði stjörnur sólkerfi í 500 til 1.500 ljósára fjarlægð. Tess mun skoða okkar nálægustu sólkerfi. Útskýringarmyndband NASA um Tess.Tess er ekki sérstaklega hannaður til að leita að plánetum sem gætu borið líf en hægt verður að sjá hvort að reikistjörnur séu innan lífbeltis stjarna. Það er að þær séu ekki svo nálægt stjörnum að allt vatn myndi gufa upp og ekki svo langt frá þeim að allt vatn myndi frjósa. Þar að auki eru fjarreikistjörnurnar sem um ræðir það nálægt okkur að hægt væri að litrófsgreina þær og komast að því úr hverju andrúmsloft þeirra eru gerð. Það gæti varpað ljósi á hvort að líf sé að finna á þeim reikistjörnum.Tess verður skotið á loft klukkan hálf ellefu í kvöld. Útsendingin hefst um klukkan tíu. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á vef NASA. Veðurspá er góð fyrir geimskotið.
SpaceX Vísindi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira