Rannsaka dularfullt hvarf norskrar konu í Suður-Afríku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2018 14:04 Marie Sæther Østbø er 21 árs og stundar nám í stjórnmálafræði við háskóla í Frakklandi. Mynd/Sea Rescue South Africa Ungrar konu frá Noregi, sem stödd var í Suður-Afríku í fríi með vinum sínum, hefur verið saknað síðan í gærkvöldi. Umfangsmikilli leit var hrint af stað vegna hvarfs hennar í gær en munir í hennar eigu hafa fundist á víðavangi. Síðast sást til hinnar 21 árs Marie Sæther Østbø um klukkan 18:15 í suður-afríska bænum Sedgefield á fimmtudag að staðartíma. Um það leyti náðust af henni myndir úr öryggismyndavélum þar sem hún sést ganga frá veitingastað, sem hún hafði borðað á fyrr um daginn, og í átt að ströndinni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang.Sedgefield er suður-afrískur strandbær mitt á milli borganna Port Elizabeth og Cape Town.Mynd/Google EartØstbø stundar nám í Frakklandi en hefur dvalið undanfarna daga í Suður-Afríku ásamt hóp samnemenda sinna. Tilkynnt var um hvarf hennar stuttu eftir að hún mætti ekki til kvöldverðar með samferðafólki í gærkvöldi.Hafa fundið skó og farsíma í eigu Østbø Lögregla og landhelgisgæsla í Sedgefield voru ræstar út til leitar strax í gær og beindust sjónir leitarmanna að ströndinni og sjónum í kring. Leit að Østbø hófst svo að nýju klukkan 8 á föstudagsmorgun og gert er ráð fyrir að leitað verði þangað til dimmir. Erfiðar aðstæður eru á vettvangi, að sögn talsmanns suður-afrísku lögreglunnar, en þungt er í sjóinn og mikill öldugangur. Þá hafa kafarar, þyrlur og leitarhundar verið kallaðir út við leitina. Nokkrir munir, sem taldir eru hafa verið í eigu Østbø, hafa fundist við leitina, þ.á.m. skópar og farsími. Þá var Østbø einnig talin eigandi húfu sem fannst á sama stað og skórnir og síminn. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húfan er ekki eign Østbø. Þá sagði faðir Østbø í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær að einblínt væri á tvo möguleika við leitina. Annað hvort hafi Østbø stungið sér til sunds fyrir kvöldmat og borist með straumum á haf út eða að henni hafi verið rænt. Lögreglumál Norðurlönd Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Ungrar konu frá Noregi, sem stödd var í Suður-Afríku í fríi með vinum sínum, hefur verið saknað síðan í gærkvöldi. Umfangsmikilli leit var hrint af stað vegna hvarfs hennar í gær en munir í hennar eigu hafa fundist á víðavangi. Síðast sást til hinnar 21 árs Marie Sæther Østbø um klukkan 18:15 í suður-afríska bænum Sedgefield á fimmtudag að staðartíma. Um það leyti náðust af henni myndir úr öryggismyndavélum þar sem hún sést ganga frá veitingastað, sem hún hafði borðað á fyrr um daginn, og í átt að ströndinni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang.Sedgefield er suður-afrískur strandbær mitt á milli borganna Port Elizabeth og Cape Town.Mynd/Google EartØstbø stundar nám í Frakklandi en hefur dvalið undanfarna daga í Suður-Afríku ásamt hóp samnemenda sinna. Tilkynnt var um hvarf hennar stuttu eftir að hún mætti ekki til kvöldverðar með samferðafólki í gærkvöldi.Hafa fundið skó og farsíma í eigu Østbø Lögregla og landhelgisgæsla í Sedgefield voru ræstar út til leitar strax í gær og beindust sjónir leitarmanna að ströndinni og sjónum í kring. Leit að Østbø hófst svo að nýju klukkan 8 á föstudagsmorgun og gert er ráð fyrir að leitað verði þangað til dimmir. Erfiðar aðstæður eru á vettvangi, að sögn talsmanns suður-afrísku lögreglunnar, en þungt er í sjóinn og mikill öldugangur. Þá hafa kafarar, þyrlur og leitarhundar verið kallaðir út við leitina. Nokkrir munir, sem taldir eru hafa verið í eigu Østbø, hafa fundist við leitina, þ.á.m. skópar og farsími. Þá var Østbø einnig talin eigandi húfu sem fannst á sama stað og skórnir og síminn. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húfan er ekki eign Østbø. Þá sagði faðir Østbø í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær að einblínt væri á tvo möguleika við leitina. Annað hvort hafi Østbø stungið sér til sunds fyrir kvöldmat og borist með straumum á haf út eða að henni hafi verið rænt.
Lögreglumál Norðurlönd Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira