Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 18:09 Frá blaðamannafundi Netanyahu. Vísir/AFP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. Sú vinna hafi ekki endilega hætt eftir að Íran skrifaði undir kjarnorkusamkomulagið svokallaða og samþykkti að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni í skiptum fyrir það að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran yrði hætt. Forsætisráðherrann boðaði til blaðamannafundar nú í dag þar sem hann byrjaði á því að spila yfirlýsingar frá hæst settu embættismönnum Íran þar sem þeir sögðu ríkið aldrei hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna. Þá sýndi hann skjöl og myndefni sem hann sagði sanna að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í laumi. Leyniþjónusta íran mun hafa öðlast þessi gögn frá Íran. Hann sagði Ísrael hafa deilt umræddu efni með Bandaríkjunum og að yfirvöld Bandaríkjanna myndu staðfesta að það væri raunverulegt. Þá sagðist Netanyahu tilbúinn til að útvega fleiri ríkjum gögnin og til stæði að koma þeim til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.Project Amad Netanyahu sagði yfirvöld Ísrael hafa um árabil vitað af leynilegu verkefni Írana sem bæri nafnið „Project Amad“. Það verkefni sneri að þróun kjarnorkuvopna. „Við getum nú sannað að Project Amad var umfangsmikið verkefni sem snerist um það að þróa, byggja og prófa kjarnorkuvopn,“ sagði Netanyahu. „Við getum einnig sannað að Íran hefur geymt öll gögn úr þessu verkefni til að nota þau til að þróa kjarnorkuvopn þegar þeim hentar.“ Forsætisráðherrann sýndi glæru sem hann sagði vera úr kynningu yfirvalda Íran og fjallaði um markmið Amad-verkefnisins. Það væri að þróa, framleiða og prófa fimm, tíu kílótonna kjarnorkuvopn og þróa leiðir til að koma þeim á eldflaugar. Netanyahu sýndi þó ekki fram á að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. þar að auki felur samkomulagið ekki í sér að Íran megi ekki eiga gömul gögn um kjarnorkuvopnaþróun. Hann sagði að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi „taka rétta ákvörðun“ um kjarnorkusamkomulagið. Trump hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við samkomulagið og gefið í skyn að hann muni slíta Bandaríkin frá því. Eftir blaðamannafund Netanyahu sagði Trump við blaðamenn að það væri til marks um það að hann hefði haft rétt fyrir sér varðandi samkomulagið. Hann sagðist ætla að taka ákvörðun fyrir 12. maí. Sjá má blaðamannafund Netanyahu hér að neðan. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. Sú vinna hafi ekki endilega hætt eftir að Íran skrifaði undir kjarnorkusamkomulagið svokallaða og samþykkti að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni í skiptum fyrir það að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran yrði hætt. Forsætisráðherrann boðaði til blaðamannafundar nú í dag þar sem hann byrjaði á því að spila yfirlýsingar frá hæst settu embættismönnum Íran þar sem þeir sögðu ríkið aldrei hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna. Þá sýndi hann skjöl og myndefni sem hann sagði sanna að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í laumi. Leyniþjónusta íran mun hafa öðlast þessi gögn frá Íran. Hann sagði Ísrael hafa deilt umræddu efni með Bandaríkjunum og að yfirvöld Bandaríkjanna myndu staðfesta að það væri raunverulegt. Þá sagðist Netanyahu tilbúinn til að útvega fleiri ríkjum gögnin og til stæði að koma þeim til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.Project Amad Netanyahu sagði yfirvöld Ísrael hafa um árabil vitað af leynilegu verkefni Írana sem bæri nafnið „Project Amad“. Það verkefni sneri að þróun kjarnorkuvopna. „Við getum nú sannað að Project Amad var umfangsmikið verkefni sem snerist um það að þróa, byggja og prófa kjarnorkuvopn,“ sagði Netanyahu. „Við getum einnig sannað að Íran hefur geymt öll gögn úr þessu verkefni til að nota þau til að þróa kjarnorkuvopn þegar þeim hentar.“ Forsætisráðherrann sýndi glæru sem hann sagði vera úr kynningu yfirvalda Íran og fjallaði um markmið Amad-verkefnisins. Það væri að þróa, framleiða og prófa fimm, tíu kílótonna kjarnorkuvopn og þróa leiðir til að koma þeim á eldflaugar. Netanyahu sýndi þó ekki fram á að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. þar að auki felur samkomulagið ekki í sér að Íran megi ekki eiga gömul gögn um kjarnorkuvopnaþróun. Hann sagði að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi „taka rétta ákvörðun“ um kjarnorkusamkomulagið. Trump hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við samkomulagið og gefið í skyn að hann muni slíta Bandaríkin frá því. Eftir blaðamannafund Netanyahu sagði Trump við blaðamenn að það væri til marks um það að hann hefði haft rétt fyrir sér varðandi samkomulagið. Hann sagðist ætla að taka ákvörðun fyrir 12. maí. Sjá má blaðamannafund Netanyahu hér að neðan.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27