Sakaður um daglegt ofbeldi af öllum toga en segist stundum slá frá sér í svefni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 15:14 Konan lýsir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu mannsins í vel á annað ár.Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira