Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 10:02 Mikill viðbúnaður hefur verið í Salisbury vegna eitrunarinnar. Vísir/AFP Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal var útskrifaður af sjúkrahúsí í dag, rúmum tveimur mánuðum eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. Skrípal verður áfram í meðferð vegna eitrunarinnar utan sjúkrahússins. Skrípal og dóttir hans Júlía fundust nær meðvitundarlaus á bekk 4. mars. Í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir þeim með taugaeitrinu novichok. Það var upphaflega þróað í Sovétríkjunum. Bresk stjórnvöld hafa kennt rússneskum stjórnvöldum um morðtilræðið en því hafa Rússar neitað harðlega. Júlía var útskrifuð af sjúkrahúsi 9. apríl og var sögð flutt á öruggan stað. Lorna Wilkinson, yfirmaður hjúkrunar á sjúkrahúsinu í Salisbury, segir að útskrift Skrípal nú sé mikilvægt skref í bata hans sem haldi áfram utan sjúkrahússins. Meðferð feðginina hafi verið „risavaxin og fordæmalaus áskorun“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang þegar Skrípal-feðginin fundust var einnig lagður inn á sjúkrahús vegna eitrunar á sínum tíma en var síðar útskrifaður þaðan. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur og fangelsaður fyrir gagnnjósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal var útskrifaður af sjúkrahúsí í dag, rúmum tveimur mánuðum eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. Skrípal verður áfram í meðferð vegna eitrunarinnar utan sjúkrahússins. Skrípal og dóttir hans Júlía fundust nær meðvitundarlaus á bekk 4. mars. Í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir þeim með taugaeitrinu novichok. Það var upphaflega þróað í Sovétríkjunum. Bresk stjórnvöld hafa kennt rússneskum stjórnvöldum um morðtilræðið en því hafa Rússar neitað harðlega. Júlía var útskrifuð af sjúkrahúsi 9. apríl og var sögð flutt á öruggan stað. Lorna Wilkinson, yfirmaður hjúkrunar á sjúkrahúsinu í Salisbury, segir að útskrift Skrípal nú sé mikilvægt skref í bata hans sem haldi áfram utan sjúkrahússins. Meðferð feðginina hafi verið „risavaxin og fordæmalaus áskorun“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang þegar Skrípal-feðginin fundust var einnig lagður inn á sjúkrahús vegna eitrunar á sínum tíma en var síðar útskrifaður þaðan. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur og fangelsaður fyrir gagnnjósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05
Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03
Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00