Börn sem pólitískt punt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. maí 2018 07:35 Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir börn með vitsmunalega fötlun er skóli án aðgreiningar öfugmæli. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er gert að sitja í fjölmennum bekk, kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér og eiga að þykjast gera það sama og hinir. Hvernig líður þessum börnum? Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum upp á punt. Fyrir þetta barn er aðgreiningin mest í skóla án aðgreiningar en ekki í sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt. Við í Flokki fólksins líðum ekki slík brot á réttindum barna. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og engu barni á að þurfa að líða illa í skólanum. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um skóla án aðgreiningar.Sá kvíði sem mörg börn glíma við, sjálfskaði, skólaforðun og sjálfsvígshugmyndir má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem ekki henta. Þau eru ekki meðal jafningja og ná ekki að blómstra sem skyldi. Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í skóla án aðgreiningar þannig að þau geti notið sín? Skóli án aðgreiningar er ekki og getur ekki virkað fyrir alla. Í raun er þetta ekkert flókið. Okkur sem samfélag ber að hugsa fyrst og fremst um líðan barna, allra barna. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það hljómar því illa að ætla að þrýsta barni inn í hóp þar sem það finnur sig ekki, einangrast og líður illa. Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta alla daga í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum og kvíða næsta verkefni sem okkur væri ætlað að leysa. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Fyrirkomulagið skóli án aðgreiningar hefur tekið valið af foreldrum og börnunum sem þess þurfa og þeim neitað um inngöngu í sérskóla á þeirri forsendu að ALLIR EIGA AÐ FARA Í ALMENNAN SKÓLA. Hvers vegna? Ekki er hægt að réttlæta það að pína börn í pólitískum tilgangi. Svör hafa oft verið út í bláinn. Svarið við þessari spurningu er kannski „fordómar“. Fordómar sem snúast m.a. um að það sé eitthvað ósmekklegt, rangt eða niðurlægjandi að hafa marga saman sem eru með sérþarfir eða fatlaðir. Barn með sérþarfir sem fær þörfum sínum fullnægt á öllum sviðum er meðal jafningja. Það eignast vini sem þykja sömu brandararnir fyndnir og það gæti verið í friði inn í sínum bekk en ekki þurft að fara úr bekknum í sérkennslu eða vera sett afsíðis í minni hópa. Það breytir engu þótt aðrir nemendur í almenna skólanum séu yndislegir og góðir við nemandann með vitsmunalega fötlun, hann er hugsanlega aldrei að upplifa sig sem þeirra jafningja. Í sínum hópi myndi þetta barn finna sig námslega, félagslega og sem einstaklingur sem væri góður, klár og fallegur eins og hann er. Horfum á staðreyndir máls í þeim raunveruleika sem við búum í. Það voru hrapalleg mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum og sérskólum eftir því sem þarf. Við viljum gefa foreldrum val á að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem passar barni þeirra. Ekkert barn skal þurfa að líða vegna þess að það er þvingað í aðstæður þar sem það upplifir ekkert annað en vanmátt og kvíða. Ekki á vakt Flokks fólksins! Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun