Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 22:08 Kínverskri sprengjuflugvél flogið yfir Suður-Kínahaf. Vísir/AP Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins. Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins.
Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20
Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49