Berjast við að aftra útbreiðslu ebóluveiru í Austur-Kongó Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Öllu máli skiptir að upplýsa íbúa um forvarnir við ebólu. Vísir/getty Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun. Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun.
Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00
Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30