Átján börn hafa fengið að gifta sig á Íslandi síðan 1998 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 12:05 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga. vísir/hanna Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira