Sendiherra Ísraels kvartar undan "ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2018 19:00 Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Vísir/Getty Sendiráð Ísraels í Hollandi hefur sent hollenskri sjónvarpsstöð kvörtun vegna gríns á kostnað ísraelsku tónlistarkonunnar Nettu Barzilai sem vann Eurovision-keppnina fyrr í mánuðinum. Greint er frá málinu á vef Jerusalem Post en þar segir að sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi, Aviv Shir-On, hafi sagt í bréfi sínu til sjónvarpsstöðvarinnar að frelsi til skoðana og gríns væri mikilvægt, en þetta skop hafi gengið of langt. Atriðið sem um ræðir var sýnt síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá leikara í gervi Nettu syngja lag hennar Toy en með texta sem sumir vilja meina að sé fjandsamlegur gyðingum. „Sjáið hversu falleg ég er. Ég varpa sprengjum, Ísrael vinnur aftur, 70 ár og partíið heldur áfram,“ segir í texta skrumskælingarinnar sem leikarinn flutti en bakvið hann voru myndir af Gaza-svæðinu og ísraelskum öryggisvörðum. „Engin leið, engir Palestínumenn inn. Ég elti Palestínumenn uppi bak við tjöldin,“ söng leikarinn. Þetta grínatriðið var hluti af þætti grínistans Sanne Wallis de Vrier sem hollenska sjónvarpsstöðin BNNVARA sýnir.Sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi sagði þetta grín ekki bara dæmi um slæman smekk. „Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir. Þegar fólk týnir lífi, skiptir það ekki máli hvaðan það er, við hlæjum ekki. Þið ættuð heldur ekki að hlæja,“ skrifaði sendiherrann. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar BNNVARA sögðu í svari sínu að þátturinn fjalli um málefni líðandi stundar með háði og að Ísrael hefði nýverið unnið Eurovision í skugga mikilla átaka á Gaza-svæðinu. Stöðin hafnaði öllum ásökunum um að skopið hefði verið fjandsamlegt gyðingum. Er það álit forsvarsmanna stöðvarinnar að gert hafi verið grín að stefnu Ísraels og ekki væri um áfellisdóm að ræða gagnvart samfélagi gyðinga. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Sendiráð Ísraels í Hollandi hefur sent hollenskri sjónvarpsstöð kvörtun vegna gríns á kostnað ísraelsku tónlistarkonunnar Nettu Barzilai sem vann Eurovision-keppnina fyrr í mánuðinum. Greint er frá málinu á vef Jerusalem Post en þar segir að sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi, Aviv Shir-On, hafi sagt í bréfi sínu til sjónvarpsstöðvarinnar að frelsi til skoðana og gríns væri mikilvægt, en þetta skop hafi gengið of langt. Atriðið sem um ræðir var sýnt síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá leikara í gervi Nettu syngja lag hennar Toy en með texta sem sumir vilja meina að sé fjandsamlegur gyðingum. „Sjáið hversu falleg ég er. Ég varpa sprengjum, Ísrael vinnur aftur, 70 ár og partíið heldur áfram,“ segir í texta skrumskælingarinnar sem leikarinn flutti en bakvið hann voru myndir af Gaza-svæðinu og ísraelskum öryggisvörðum. „Engin leið, engir Palestínumenn inn. Ég elti Palestínumenn uppi bak við tjöldin,“ söng leikarinn. Þetta grínatriðið var hluti af þætti grínistans Sanne Wallis de Vrier sem hollenska sjónvarpsstöðin BNNVARA sýnir.Sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi sagði þetta grín ekki bara dæmi um slæman smekk. „Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir. Þegar fólk týnir lífi, skiptir það ekki máli hvaðan það er, við hlæjum ekki. Þið ættuð heldur ekki að hlæja,“ skrifaði sendiherrann. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar BNNVARA sögðu í svari sínu að þátturinn fjalli um málefni líðandi stundar með háði og að Ísrael hefði nýverið unnið Eurovision í skugga mikilla átaka á Gaza-svæðinu. Stöðin hafnaði öllum ásökunum um að skopið hefði verið fjandsamlegt gyðingum. Er það álit forsvarsmanna stöðvarinnar að gert hafi verið grín að stefnu Ísraels og ekki væri um áfellisdóm að ræða gagnvart samfélagi gyðinga.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39