Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2018 14:00 Atli Már í dómsal í dag íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki? visir/vilhelm Atli Már Gylfason var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af stefnu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar þar sem farið var fram á ómerkingu á ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, eins og sagði í stefnunni. Guðmundi var gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og snýr að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Sneri það að grein sem Atli Már skrifaði fyrir stundina og var birt 1. desember 2016 og fjallaði um hvarf Friðriks. Fór Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, fram á að 10 milljónir í miskabætur vegna tilhæfulauss fréttaflutnings á hendur Guðmundi Spartakusi, með vöxtum. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi í byrjun mánaðarins íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelmHópi fréttamanna stefnt Auk Atla Más var útgáfufélagi Stundarinnar stefnt í málinu en hann er ekki einir fréttamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings af honum. Krafðist hann tíu milljóna króna bætur frá fréttamönnum RÚV. Frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og Jóhann Hlíðar Harðarson fengu stefnu frá Guðmundi Spartakusi.Neitaði að nafngreina „ónefnda manninn“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun mánaðarins og snerist málflutningurinn að miklu leyti um hvort að Guðmundur Spartakus væri „ónefndi maðurinn“ í grein Atla Más. Var Atli Már meðal annars þráspurður um það af Vilhjálmi, lögmanni Guðmundar. „Það er ástæða fyrir því að nafn hans er ekki birt í greininni. Ég get ekki gert það án þess að stefna heimildarmönnum mínum í hættu,“ svaraði Atli Már. Guðmundur Spartakus lét ekki sjá sig við aðalmeðferðina en einnig var tekin skýrsla af Cándido Figueredo Ruiz, blaðamanni frá Paragvæ sem fjallað hefur um hvarf Friðriks í Paragvæ auk þess sem hann hefur veitt íslenskum blaðamönnum upplýsingar um málið, meðal annars Atla Má. Byggðist grein Atla Más að þó nokkru leyti á fréttum Ruiz í Paragvæ. Sagiðst Ruiz ekki geta svarað fyrir fréttaflutning íslenskra fréttamanna af málefnum Guðmundar Spartakusar en að hann stæði við allar sínar fréttir af málinu, enda byggðu þær á traustum heimildum, meðal annars frá lögregluyfirvöldum. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Atli Már Gylfason var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af stefnu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar þar sem farið var fram á ómerkingu á ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, eins og sagði í stefnunni. Guðmundi var gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og snýr að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Sneri það að grein sem Atli Már skrifaði fyrir stundina og var birt 1. desember 2016 og fjallaði um hvarf Friðriks. Fór Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, fram á að 10 milljónir í miskabætur vegna tilhæfulauss fréttaflutnings á hendur Guðmundi Spartakusi, með vöxtum. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi í byrjun mánaðarins íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelmHópi fréttamanna stefnt Auk Atla Más var útgáfufélagi Stundarinnar stefnt í málinu en hann er ekki einir fréttamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings af honum. Krafðist hann tíu milljóna króna bætur frá fréttamönnum RÚV. Frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og Jóhann Hlíðar Harðarson fengu stefnu frá Guðmundi Spartakusi.Neitaði að nafngreina „ónefnda manninn“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun mánaðarins og snerist málflutningurinn að miklu leyti um hvort að Guðmundur Spartakus væri „ónefndi maðurinn“ í grein Atla Más. Var Atli Már meðal annars þráspurður um það af Vilhjálmi, lögmanni Guðmundar. „Það er ástæða fyrir því að nafn hans er ekki birt í greininni. Ég get ekki gert það án þess að stefna heimildarmönnum mínum í hættu,“ svaraði Atli Már. Guðmundur Spartakus lét ekki sjá sig við aðalmeðferðina en einnig var tekin skýrsla af Cándido Figueredo Ruiz, blaðamanni frá Paragvæ sem fjallað hefur um hvarf Friðriks í Paragvæ auk þess sem hann hefur veitt íslenskum blaðamönnum upplýsingar um málið, meðal annars Atla Má. Byggðist grein Atla Más að þó nokkru leyti á fréttum Ruiz í Paragvæ. Sagiðst Ruiz ekki geta svarað fyrir fréttaflutning íslenskra fréttamanna af málefnum Guðmundar Spartakusar en að hann stæði við allar sínar fréttir af málinu, enda byggðu þær á traustum heimildum, meðal annars frá lögregluyfirvöldum.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00
Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“