Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:19 Góður matur og góður fundur að sögn utanríkisráðherrans. Vísir/AFP Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. Hershöfðinginn Kim Yong-chol snæddi kvöldverð með utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Þeir munu aftur funda í dag. Jafn háttsettur embættismaður frá Norður-Kóreu hefur ekki heimsótt Bandaríkin í tvo áratugi. Síðan að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram átti að fara í Singapúr þann 12. júní næstkomandi, hafa sendinefndir ríkjanna tveggja gert ítrekaðar tilraunir til að reyna að koma fundinum aftur á dagskrá. Ef af fundinum verður má ætla að hann verði sögulegur, enda hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aldrei komið saman til fundar.Good working dinner with Kim Yong Chol in New York tonight. Steak, corn, and cheese on the menu. pic.twitter.com/1pu4K3oym7— Secretary Pompeo (@SecPompeo) May 31, 2018 Fundur Pompeo og Kim í gærkvöld fór fram í húsi nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Utanríkisráðherrann tísti eftir fundinn að hann hafi verið prýðilegur og bætti við að á matseðlinum hafi verið kjöt, maís og ostur. Hann ítrekaði jafnframt afstöðu Bandaríkjanna, þau vilji að Kóreuskaginn verði algjörlega laus við kjarnavopn að 12. júní-fundinum loknum. Norður-Kórea hefur á síðustu dögum lýst yfir algjörri andstöðu sinni við slíkar áætlanir, ekki síst vegna þess samanburðar sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa gert á milli Norður-Kóreu og Líbýu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Vonast er því til að fundir Pompeo og Kim nái að sefa reiði Norðanmanna. Næsti fundur þeirra tveggja fer sem fyrr segir fram síðar í dag. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. Hershöfðinginn Kim Yong-chol snæddi kvöldverð með utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Þeir munu aftur funda í dag. Jafn háttsettur embættismaður frá Norður-Kóreu hefur ekki heimsótt Bandaríkin í tvo áratugi. Síðan að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram átti að fara í Singapúr þann 12. júní næstkomandi, hafa sendinefndir ríkjanna tveggja gert ítrekaðar tilraunir til að reyna að koma fundinum aftur á dagskrá. Ef af fundinum verður má ætla að hann verði sögulegur, enda hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aldrei komið saman til fundar.Good working dinner with Kim Yong Chol in New York tonight. Steak, corn, and cheese on the menu. pic.twitter.com/1pu4K3oym7— Secretary Pompeo (@SecPompeo) May 31, 2018 Fundur Pompeo og Kim í gærkvöld fór fram í húsi nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Utanríkisráðherrann tísti eftir fundinn að hann hafi verið prýðilegur og bætti við að á matseðlinum hafi verið kjöt, maís og ostur. Hann ítrekaði jafnframt afstöðu Bandaríkjanna, þau vilji að Kóreuskaginn verði algjörlega laus við kjarnavopn að 12. júní-fundinum loknum. Norður-Kórea hefur á síðustu dögum lýst yfir algjörri andstöðu sinni við slíkar áætlanir, ekki síst vegna þess samanburðar sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa gert á milli Norður-Kóreu og Líbýu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Vonast er því til að fundir Pompeo og Kim nái að sefa reiði Norðanmanna. Næsti fundur þeirra tveggja fer sem fyrr segir fram síðar í dag.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21