Aftur leita Argentínumenn til AGS Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 07:17 Argentínumenn mótmæltu á götum úti þegar fregnir bárust af því að stjórnvöld hefðu aftur leitað á náðir AGS - FMI upp á spænsku. Vísir/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er sagður hafa samþykkt að veita argentínskum stjórnvöldum lán sem nemur um 50 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 5200 milljörðum íslenskra króna. Láninu er ætlað að styrkja lemstraðan efnahag landsins. Þrátt fyrir að stjórn sjóðsins eigi formlega eftir að gefa grænt ljós á lánveitinguna hefur framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, hrósaði Argentínumönnum fyrir að hafa náð samkomulaginu. Því er ætlað að fátt sé því til fyrirstöðu að lánið verði veitt. Argentínumenn, sem hafa í raun glímt við efnahagsvandræði í áratugi, sóttu um aðstoð AGS þann 8. maí síðastliðinn þegar gengi argentínska pesósins hafði sjaldan verið veikara. Stjórnvöld hafa heitið því að bregðast við efnahagsástandinu, ekki síst verðbólgunni sem nú er um 20 prósent. Ætla má að það muni fela í sér umtalsverðan niðurskurð í útgjöldum ríkisins með meðfylgjandi uppsögnum. Forseti landsins, Mauricio Macri, hefur því verið harðlega gagnrýndur heimafyrir vegna lánsumsóknarinnar.AGS óvinsæll AGS er ekki hátt skrifaður í Argentínu en margir telja að efnahagshrun landsins árið 2001 megi að miklu leyti rekja til aðgerða sjóðsins, sem sagður er hafa skilið ríkið eftir eitt úti í kuldanum. Engu að síður telur Macri að lánveitingin muni ýta undir vöxt efnahagskerfisins og tryggja það að Argentínumenn lendi ekki í sömu kröggum og áður. Efnahagssaga Argentínu á liðinni öld er sveiflu- og öfgakennd. Frá miðri síðustu öld hefur argentínskur efnahagur verið verkalýðshreyfingardrifinn sósíalismi undir merkjum Juan Perón, herforingjastjórninn tók svo hægri beygju áður en lýðræðislega kjörin stjórnvöld horfðu aftur til sósíalismans. Á tíunda áratugnum réði frjálshyggjan svo ríkjum og markast endalok hennar af fyrrnefndu hruni árið 2001. Síðan þá hafa efnahagsmál ríkisins markast af samblöndu frjálshyggju og Perónisma - sem leitt hefur til fyrrnefndrar lánveitingar. Argentína Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er sagður hafa samþykkt að veita argentínskum stjórnvöldum lán sem nemur um 50 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 5200 milljörðum íslenskra króna. Láninu er ætlað að styrkja lemstraðan efnahag landsins. Þrátt fyrir að stjórn sjóðsins eigi formlega eftir að gefa grænt ljós á lánveitinguna hefur framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, hrósaði Argentínumönnum fyrir að hafa náð samkomulaginu. Því er ætlað að fátt sé því til fyrirstöðu að lánið verði veitt. Argentínumenn, sem hafa í raun glímt við efnahagsvandræði í áratugi, sóttu um aðstoð AGS þann 8. maí síðastliðinn þegar gengi argentínska pesósins hafði sjaldan verið veikara. Stjórnvöld hafa heitið því að bregðast við efnahagsástandinu, ekki síst verðbólgunni sem nú er um 20 prósent. Ætla má að það muni fela í sér umtalsverðan niðurskurð í útgjöldum ríkisins með meðfylgjandi uppsögnum. Forseti landsins, Mauricio Macri, hefur því verið harðlega gagnrýndur heimafyrir vegna lánsumsóknarinnar.AGS óvinsæll AGS er ekki hátt skrifaður í Argentínu en margir telja að efnahagshrun landsins árið 2001 megi að miklu leyti rekja til aðgerða sjóðsins, sem sagður er hafa skilið ríkið eftir eitt úti í kuldanum. Engu að síður telur Macri að lánveitingin muni ýta undir vöxt efnahagskerfisins og tryggja það að Argentínumenn lendi ekki í sömu kröggum og áður. Efnahagssaga Argentínu á liðinni öld er sveiflu- og öfgakennd. Frá miðri síðustu öld hefur argentínskur efnahagur verið verkalýðshreyfingardrifinn sósíalismi undir merkjum Juan Perón, herforingjastjórninn tók svo hægri beygju áður en lýðræðislega kjörin stjórnvöld horfðu aftur til sósíalismans. Á tíunda áratugnum réði frjálshyggjan svo ríkjum og markast endalok hennar af fyrrnefndu hruni árið 2001. Síðan þá hafa efnahagsmál ríkisins markast af samblöndu frjálshyggju og Perónisma - sem leitt hefur til fyrrnefndrar lánveitingar.
Argentína Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent