Skutu mann vopnaðan öxi til bana á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 11:41 Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Vísir/AP Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana í morgun. Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi. Annar Palestínumaður er sagður hafa flúið særður af vettvangi. Mennirnir munu hafa verið að brjóta sér leið í gegnum girðingu á landamærunum. Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum. Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur. Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014. Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52 Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30 Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana í morgun. Herinn segir manninn hafa reynt að komast yfir landamæri Ísrael og Gasa og hann hafi verið vopnaður öxi. Annar Palestínumaður er sagður hafa flúið særður af vettvangi. Mennirnir munu hafa verið að brjóta sér leið í gegnum girðingu á landamærunum. Samkvæmt Times of Israel er maðurinn sem skotinn var sagður heita Ramzi Najjar. Nú á föstudaginn skutu ísraelskir hermenn 21 árs gamla konu sem hét Razan Najjar til bana. Þau munu einnig hafa verið frá sama bæ en ekki er vitað með vissu hvort þau tengdust fjölskylduböndum. Umfangsmikil mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gasa síðan 30. mars og hafa ísraelskir hermenn skotið minnst 120 Palestínumenn til bana á þeim tíma. Ísraelsmenn segja meirihluta þeirra vera meðlimi Hamas og aðra vígamenn sem reynt hafi að nota mótmælin sem skjól til að gera árásir eða komast yfir landamærin. Palestínumenn segja hina látnu hafa verið óvopnaða mótmælendur. Þá hefur fjölda sprengja verið varpað í báðar áttir yfir landamærin. Átök á svæðinu hafa í raun ekki verið meiri frá stríðinu á Gasa árið 2014. Sjá einnig: Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gasa.Samkvæmt Reuters eru rúmlega tvær milljónir Palestínumanna á Gasa og er fátækt mikil og atvinnuleysi hátt. Ísraelsmenn drógu hermenn sína og íbúa frá Gasa árið 2005 en hafa síðan þá stjórnað landamærum svæðisins og segja það gert vegna öryggisáhyggja. Í suðri er Gasa með landamæri að Egyptalandi en Egyptar fylgjast einnig náið með landamærunum og koma í veg fyrir ferðir fólks þar yfir.A short while ago, IDF troops stopped two terrorists who attempted to infiltrate Israeli territory from the Gaza Strip while armed with an axe pic.twitter.com/V1XG4LwGdH— IDF (@IDFSpokesperson) June 4, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52 Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30 Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21
Ung kona skotin til bana af hermönnum á Gasa Alls hafa 123 Palestínumenn verið skotnir af hermönnum frá því í mars. 1. júní 2018 18:52
Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. 23. maí 2018 19:30
Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Sendiherra Bandaríkjanna beitti fyrst neitunarvaldi gegn ályktun um ofbeldi gegn Palestínumönnum og fékk síðan ekki stuðning neins annars ríki við sína tillögu. 1. júní 2018 23:30