Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 11:13 Eftir að Trump rak James Comey (t.h.) í fyrra sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI. Vísir/AFP Völd Bandaríkjaforseta eru svo víðtæk að Donald Trump hefði getað skotið James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, án þess að það leiddi til þess að hann yrði ákærður. Þetta sagði lögmaður Trump þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að stefna eða ákæra forsetann um helgina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, fór víða um bandaríska fjölmiðla um helgina með þann boðskap að lögfræðiteymi forsetans teldi að hann nyti friðhelgi frá stefnum í saksóknum, óháð sakarefninu. Sagði hann að það væri aðeins þingið sem gæti ákært forseta. Ummæli Giuliani eru liður í baráttu Trump gegn Rússarannsókninni svonefndu sem Robert Mueller, sérstaku rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir. Hún beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir kosningarnar árið 2016 en einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí í fyrra. Í viðtali við Huffington Post tók Giuliani öfgafullt dæmi um hversu yfirgripsmikil friðhelgi forsetans fyrir ákærum væri að hans mati.Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sett fram kenningar um vald forseta sem lögspekingar draga verulega í efa.Vísir/AFP„Ef hann hefði skotið James Comey, yrði hann ákærður í þinginu daginn eftir. Ákærið hann í þinginu og þá getið þið gert hvað sem þið viljið með hann,“ sagði lögmaðurinn eftir að hafa lýst því að ekki væri hægt að ákæra eða stefna forsetanum undir neinum kringumstæðum. Þetta er ekki eina vafasama lögfræðikenningin sem Giuliani hefur sett fram undanfarna daga. Þannig lýsti hann einnig um helgina þeirri skoðun sinni að Trump hefði vald til að náða sjálfan sig ef Mueller ákærði hann. Forsetinn myndi hins vegar ekki gera það vegna pólitískra afleiðinga sem slík náðun gæti haft í för með sér. Áður hafði tuttugu blaðsíðna bréfi lögmanna Trump til Mueller verið lekið í New York Times. Í því lýstu lögmennirnir þeirri skoðun sinni að Trump hefði ekki getað hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey því forsetinn hafi óskorðað vald yfir dómsmálaráðuneytinu og öllum rannsóknum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Völd Bandaríkjaforseta eru svo víðtæk að Donald Trump hefði getað skotið James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, án þess að það leiddi til þess að hann yrði ákærður. Þetta sagði lögmaður Trump þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að stefna eða ákæra forsetann um helgina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, fór víða um bandaríska fjölmiðla um helgina með þann boðskap að lögfræðiteymi forsetans teldi að hann nyti friðhelgi frá stefnum í saksóknum, óháð sakarefninu. Sagði hann að það væri aðeins þingið sem gæti ákært forseta. Ummæli Giuliani eru liður í baráttu Trump gegn Rússarannsókninni svonefndu sem Robert Mueller, sérstaku rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir. Hún beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir kosningarnar árið 2016 en einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí í fyrra. Í viðtali við Huffington Post tók Giuliani öfgafullt dæmi um hversu yfirgripsmikil friðhelgi forsetans fyrir ákærum væri að hans mati.Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sett fram kenningar um vald forseta sem lögspekingar draga verulega í efa.Vísir/AFP„Ef hann hefði skotið James Comey, yrði hann ákærður í þinginu daginn eftir. Ákærið hann í þinginu og þá getið þið gert hvað sem þið viljið með hann,“ sagði lögmaðurinn eftir að hafa lýst því að ekki væri hægt að ákæra eða stefna forsetanum undir neinum kringumstæðum. Þetta er ekki eina vafasama lögfræðikenningin sem Giuliani hefur sett fram undanfarna daga. Þannig lýsti hann einnig um helgina þeirri skoðun sinni að Trump hefði vald til að náða sjálfan sig ef Mueller ákærði hann. Forsetinn myndi hins vegar ekki gera það vegna pólitískra afleiðinga sem slík náðun gæti haft í för með sér. Áður hafði tuttugu blaðsíðna bréfi lögmanna Trump til Mueller verið lekið í New York Times. Í því lýstu lögmennirnir þeirri skoðun sinni að Trump hefði ekki getað hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey því forsetinn hafi óskorðað vald yfir dómsmálaráðuneytinu og öllum rannsóknum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12
Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent