Argentískir fjölmiðlar: "Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 15:58 Einn og yfirgefinn og jafnvel bugaður Messi eftir leikinn gegn Íslandi í dag. vísir/getty Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag. Þeir gera mikið úr frammistöðu Lionel Messi sem klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá honum og segja liðið hafa valdið vonbrigðum. Jafntefli var niðurstaða leiksins, eins og flestir Íslendingar ættu að vita, og eflaust erum við flest bara frekar sátt við stigið í frumrauninni á HM í knattspyrnu. Pressan var líka öll á Argentínu og þeim sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma, Messi. Þeir hafa án efa ætlað að rúlla yfir litla Ísland. „Umhverfið hafði hvorki áhrif né samhengið sem maður setur HM í. Ef eitthvað mun fara illa, þá mun það fara illa.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef argentíska blaðsins La Nación og í fyrirsögn draga þeir fram vítaspyrnuklúður Messi. „Vandamálin sem maður sá fyrir komu fram í fyrsta leiknum í jafntefli gegn Íslandi. Svo var eitt óvænt: Messi gat ekki fundið liðsfélagana, hann klúðraði víti sem hefði getað breytt sögunni og hann gerði sig sekan um ónákvæmni eins og aðrir í liðinu á lokamínútunum,“ segir svo áfram í umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á vef stærsta dagblaðs Argentínu, Clarín, er svo á þessa leið: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið.“ Á vef La Gaceta er fyrirsögnin síðan eftirfarandi: „Argentína gat ekki brotið íslenska lásinn og gerðu aðeins jafntefli í fyrsta leik.“ Á vef Infobae eru vonbrigðin dregin fram: „Argentína olli vonbrigðum í fyrsta leik: 1-1 jafntefli á móti Íslandi og þeir lokuðu á víti frá Messi.“ Ef umfjöllun argentískra fjölmiðla endurspeglar eitthvað hvernig argentísku þjóðinni líður eftir leikinn þá má alveg halda því fram að Argentínumenn séu ekkert sérstaklega sáttir við landsliðið sitt í dag. Argentína HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 „Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag. Þeir gera mikið úr frammistöðu Lionel Messi sem klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá honum og segja liðið hafa valdið vonbrigðum. Jafntefli var niðurstaða leiksins, eins og flestir Íslendingar ættu að vita, og eflaust erum við flest bara frekar sátt við stigið í frumrauninni á HM í knattspyrnu. Pressan var líka öll á Argentínu og þeim sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma, Messi. Þeir hafa án efa ætlað að rúlla yfir litla Ísland. „Umhverfið hafði hvorki áhrif né samhengið sem maður setur HM í. Ef eitthvað mun fara illa, þá mun það fara illa.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef argentíska blaðsins La Nación og í fyrirsögn draga þeir fram vítaspyrnuklúður Messi. „Vandamálin sem maður sá fyrir komu fram í fyrsta leiknum í jafntefli gegn Íslandi. Svo var eitt óvænt: Messi gat ekki fundið liðsfélagana, hann klúðraði víti sem hefði getað breytt sögunni og hann gerði sig sekan um ónákvæmni eins og aðrir í liðinu á lokamínútunum,“ segir svo áfram í umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á vef stærsta dagblaðs Argentínu, Clarín, er svo á þessa leið: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið.“ Á vef La Gaceta er fyrirsögnin síðan eftirfarandi: „Argentína gat ekki brotið íslenska lásinn og gerðu aðeins jafntefli í fyrsta leik.“ Á vef Infobae eru vonbrigðin dregin fram: „Argentína olli vonbrigðum í fyrsta leik: 1-1 jafntefli á móti Íslandi og þeir lokuðu á víti frá Messi.“ Ef umfjöllun argentískra fjölmiðla endurspeglar eitthvað hvernig argentísku þjóðinni líður eftir leikinn þá má alveg halda því fram að Argentínumenn séu ekkert sérstaklega sáttir við landsliðið sitt í dag.
Argentína HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 „Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53
Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06
„Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48