Makedónía fær nýtt nafn eftir 27 ára deilur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 23:42 Zoran Zaev, forsætisráðherra hins nýja Lýðveldis Norður-Makedóníu, tilkynnti um samkomulagið á blaðamannafundi í Skopje, höfuðborg ríkisins, í dag. Vísir/AFP Grikkland og Makedónía hafa komist að samkomulagi um opinbert nafn á síðarnefnda ríkinu. Deilur ríkjanna um nafnið hafa staðið í 27 ár, eða alveg frá því að Júgóslavía liðaðist í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Ríkið Makedónía, sem þangað til nú hafði verið kennt við Júgóslavíu (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia) hjá Sameinuðu þjóðunum, mun hér eftir heita Lýðveldi Norður-Makedóníu. Opinbert tungumál ríkisins verður makedónska og íbúar þess Makedónar.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Eins og áður sagði hefur nafnið lengi verið þrætuepli ríkjanna tveggja en grísk yfirvöld hafa ætíð mótmælt nafninu Makedónía, sem lýðveldið tók sér árið 1991, þar eð þau óttuðust að nágrannaríkið myndi gera tilkall til samnefnds landsvæðis sem fellur innan grískra landamæra. Þá hefur nafnadeilan haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Sættir í málinu virðast hafa verið nokkra mánuði í bígerð en stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu snemma árs að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis var hraðbrautinni í landinu, sem kennd er við Alexander mikla, gefið nýtt nafn, Vegur vináttunnar. Nú síðast áttu svo forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og makedónski starfsbróðir hans, Zoran Zaev, óformlegan fund um nafnið í Búlgaríu í síðasta mánuði og í dag lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir ánægju sinni með lyktir málsins.I welcome the historic agreement by @tsipras_eu & @Zoran_Zaev on the name dispute between Athens and Skopje. I thank them for their will to solve a dispute which has affected the region for too long & call on both countries to finalise the agreement. https://t.co/EuDQcI1AYe pic.twitter.com/BnSwod1IS2— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 12, 2018 Samkomulagið er þó enn ekki alveg gengið í gegn en stefnt er að því að nýja nafnið verði samþykkt í makedónska þinginu fyrir fund Evrópuleiðtoga þann 28. júní næstkomandi, að því er segir í frétt BBC. Búlgaría Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00 Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Grikkland og Makedónía hafa komist að samkomulagi um opinbert nafn á síðarnefnda ríkinu. Deilur ríkjanna um nafnið hafa staðið í 27 ár, eða alveg frá því að Júgóslavía liðaðist í sundur á tíunda áratug síðustu aldar. Ríkið Makedónía, sem þangað til nú hafði verið kennt við Júgóslavíu (e. Former Yugoslav Republic of Macedonia) hjá Sameinuðu þjóðunum, mun hér eftir heita Lýðveldi Norður-Makedóníu. Opinbert tungumál ríkisins verður makedónska og íbúar þess Makedónar.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Eins og áður sagði hefur nafnið lengi verið þrætuepli ríkjanna tveggja en grísk yfirvöld hafa ætíð mótmælt nafninu Makedónía, sem lýðveldið tók sér árið 1991, þar eð þau óttuðust að nágrannaríkið myndi gera tilkall til samnefnds landsvæðis sem fellur innan grískra landamæra. Þá hefur nafnadeilan haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Sættir í málinu virðast hafa verið nokkra mánuði í bígerð en stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu snemma árs að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis var hraðbrautinni í landinu, sem kennd er við Alexander mikla, gefið nýtt nafn, Vegur vináttunnar. Nú síðast áttu svo forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, og makedónski starfsbróðir hans, Zoran Zaev, óformlegan fund um nafnið í Búlgaríu í síðasta mánuði og í dag lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, yfir ánægju sinni með lyktir málsins.I welcome the historic agreement by @tsipras_eu & @Zoran_Zaev on the name dispute between Athens and Skopje. I thank them for their will to solve a dispute which has affected the region for too long & call on both countries to finalise the agreement. https://t.co/EuDQcI1AYe pic.twitter.com/BnSwod1IS2— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 12, 2018 Samkomulagið er þó enn ekki alveg gengið í gegn en stefnt er að því að nýja nafnið verði samþykkt í makedónska þinginu fyrir fund Evrópuleiðtoga þann 28. júní næstkomandi, að því er segir í frétt BBC.
Búlgaría Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00 Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Talið er að upp undir milljón Grikkja hafi mótmælt sáttatillögu í deilum við Makedóníumenn. Margir komu langt að til að mótmæla. Segja að nafnið Makedónía sé grískt og að Makedóníumenn séu að stela menningararfinum. 5. febrúar 2018 06:00
Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. 4. febrúar 2018 15:45