Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 14:30 Danny Dyer er helst þekktur fyrir leik í sápuóperunni EastEnders. Vísir/Getty Sápuóperustjarnan Danny Dyer er orðin óvænt hetja þeirra sem eru mótfallnir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. Cameron boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar kjósendur fengu tækifæri til þess að kjósa um hvort Bretland ætti að yfirgefa ESB eða ekki. Naumur meirihluti kjósenda kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Málið er eitt helsta deilumál Breta og enn eru skiptar skoðanir um ágæti þess að Bretland yfirgefi ESB. Dyer, sem helst er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni Eastenders, var gestur í spjallþættinum Good Evening Britain, ásamt Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Pamelu Anderson. Brexit var á meðal umræðuefna. „Það veit enginn hvað þetta fjandans Brexit er,“ sagði Dyer um væntanlega útgöngu Breta en hann sparaði blótsyrðin ekki í beinni útsendingu. „Þetta er eins og einhver brjáluð ráðgáta sem enginn veit hvað er.“ 'It's like this mad riddle' - a frustrated Danny Dyer lets rip to @piersmorgan and @susannareid100 about #Brexit https://t.co/DFAB71aM6l #GEB pic.twitter.com/rH8c5eVGot— Good Morning Britain (@GMB) June 29, 2018 Sneri Dyer sér þá að Cameron og lét hann forsætisráðherrann fyrrverandi heyra það. Velti Dyer því fyrir sér hvað Cameron væri að gera í dag og af hverju honum hafi tekist að láta lítið fyrir sér fara eftir að hann sagði af sér embætti eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvað er orðið um fíflið hann David Cameron sem ákvað þetta,“ sagði Dyer og virtist mikið niðri fyrir er hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvar er hann? Hvernig gat hann bara skutlað sér í burtu? Hann er í Evrópu, í Nice með lappirnar upp í loft. Hvar er maðurinn? Það þarf að draga hann til ábyrgðar,“ sagði Dyer áður en hann náði að lauma inn einu skammaryrðinu í viðbót.Í umfjöllun Guardian um eldræðu Dyer segir að myndband af ræðunni hafi verið deilt víða í Bretlandi og sagði Edgar Wright, höfundur mynda á borð við Baby Driver og Hot Fuzz, að Dyer væri nú orðinn þjóðarskáld Bretlands. Þá segir einnig í frétt Guardian að óvíst sé hvort að Cameron hafi verið í Nice í Frakklandi í vikunni. Hann hafi þó að undanförnu sést á vappi í London á fundum með stjórnmálamönnum og blaðamönnum sem ýtt hefur undir vangaveltur þess efnis að hann ætli sér mögulega að snúa aftur í stjórnmálin. Cameron hefur að undanförnu unnið að ritun ævisögu sinnar en útgáfu hennar hefur verið frestað til næsta árs. Er Cameron sagður þjást af ritstíflu. Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sápuóperustjarnan Danny Dyer er orðin óvænt hetja þeirra sem eru mótfallnir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. Cameron boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar kjósendur fengu tækifæri til þess að kjósa um hvort Bretland ætti að yfirgefa ESB eða ekki. Naumur meirihluti kjósenda kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Málið er eitt helsta deilumál Breta og enn eru skiptar skoðanir um ágæti þess að Bretland yfirgefi ESB. Dyer, sem helst er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni Eastenders, var gestur í spjallþættinum Good Evening Britain, ásamt Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Pamelu Anderson. Brexit var á meðal umræðuefna. „Það veit enginn hvað þetta fjandans Brexit er,“ sagði Dyer um væntanlega útgöngu Breta en hann sparaði blótsyrðin ekki í beinni útsendingu. „Þetta er eins og einhver brjáluð ráðgáta sem enginn veit hvað er.“ 'It's like this mad riddle' - a frustrated Danny Dyer lets rip to @piersmorgan and @susannareid100 about #Brexit https://t.co/DFAB71aM6l #GEB pic.twitter.com/rH8c5eVGot— Good Morning Britain (@GMB) June 29, 2018 Sneri Dyer sér þá að Cameron og lét hann forsætisráðherrann fyrrverandi heyra það. Velti Dyer því fyrir sér hvað Cameron væri að gera í dag og af hverju honum hafi tekist að láta lítið fyrir sér fara eftir að hann sagði af sér embætti eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvað er orðið um fíflið hann David Cameron sem ákvað þetta,“ sagði Dyer og virtist mikið niðri fyrir er hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvar er hann? Hvernig gat hann bara skutlað sér í burtu? Hann er í Evrópu, í Nice með lappirnar upp í loft. Hvar er maðurinn? Það þarf að draga hann til ábyrgðar,“ sagði Dyer áður en hann náði að lauma inn einu skammaryrðinu í viðbót.Í umfjöllun Guardian um eldræðu Dyer segir að myndband af ræðunni hafi verið deilt víða í Bretlandi og sagði Edgar Wright, höfundur mynda á borð við Baby Driver og Hot Fuzz, að Dyer væri nú orðinn þjóðarskáld Bretlands. Þá segir einnig í frétt Guardian að óvíst sé hvort að Cameron hafi verið í Nice í Frakklandi í vikunni. Hann hafi þó að undanförnu sést á vappi í London á fundum með stjórnmálamönnum og blaðamönnum sem ýtt hefur undir vangaveltur þess efnis að hann ætli sér mögulega að snúa aftur í stjórnmálin. Cameron hefur að undanförnu unnið að ritun ævisögu sinnar en útgáfu hennar hefur verið frestað til næsta árs. Er Cameron sagður þjást af ritstíflu.
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47