Upp með hausinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. júní 2018 11:00 Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun