Drengirnir í hellinum segja foreldrum sínum að hafa ekki áhyggjur Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 08:32 Fótboltaskór og bolti eins drengjanna sem er fastur ofan í hellinum. Vísir/EPA Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Kafarar hafa komið bréfum á milli taílensku drengjanna sem eru innilokaðir í helli og foreldra þeirra í fyrsta skipti frá því að þeir festust fyrir tveimur vikum. „Ekki hafa áhyggjur, við erum allir sterkir,“ skrifaði einn drengur til foreldra sinna. Þjálfari drengjanna bað foreldrana afsökunar í bréfi sem hann sendi þeim.Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir kafarar hafi farið með handskrifuð bréfin í gær. Þau voru birt á Facebook-síðu sérsveitar taílenska sjóhersins. „Kennari, ekki láta okkur fá mikla heimavinnu!“ skrifaði einn drengjanna. Þjálfari drengjanna hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa leitt þá niður í hellana þar sem þeir festust vegna flóðvatns 23. júní. Foreldrarnir svöruðu afsökunarbeiðni hans með því að segja honum að kenna sjálfum sér ekki um. „Mömmur og pabbar eru ekki reiðir við þig. Takk fyrir að hjálpa við að annast krakkana,“ skrifaði eitt foreldrið. Hugmyndir voru á lofti um að reyna að koma drengjunum úr hellinum í gærkvöldi en hætt var við það þar sem þeir voru taldir of veikburða. Spáð er frekari rigningu á svæðinu um helgina sem gæti þrengt stöðu þeirra í hellinum enn frekar og torveldað björgunaraðgerðir. Kafarar halda áfram að kenna drengjunum að kafa og anda. Margir þeirra eru þó ekki syndir. Einn taílenskur kafarari lést í vikunni við undirbúning björgunaraðgerðanna.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15