FIFA býður tælensku drengjunum á úrslitaleik HM Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 07:24 Gianni Infantino sendi bréf til tælenska knattspyrnusambandsins. Vísir/AP Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð. Í bréfi sem forseti sambandsins, Gianni Infantino, sendi til tælenska knattspyrnusambandsins segir hann að hugur alþjóðlegu fótboltafjölskyldunnar sé hjá drengjunum og fjölskyldum þeirra. Hann segist vona að drengirnir, sem sjálfir æfa knattspyrnu, losni úr hellinum sem fyrst og að bréfið hans verði þeim hvatning á þessum erfiðum tímum. Hann bætir jafnframt við að drengjunum sé boðið á úrslitaleik HM sem fer fram í Moskvu um miðjan mánuðinn.Sjá einnig: Kafari lést í hellinum„Ég vona innilega að þeir geti verið með okkur á úrslitunum, sem verður án efa dásamleg stund full af samkennd og gleði,“ segir í bréfi Infantino sem má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varpaði fram þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni á dögunum hvort ekki væri rétt að leyfa tælensku drengjunum að leiða knattspyrnuliðin tvö, sem mætast í úrslitum HM, inn á völlinn. Hvort FIFA sé að bregðast við þeirri spurningu skal ósagt látið en ljóst er að mál drengjanna og yfirstandandi björgun hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar - eins og Infantino minnist á í bréfi sínu. Vonir höfðu staðið til að reynt yrði að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Búist er við mikilli rigningu um helgina sem torveldað gæti björgunarstörf. Takist ekki að ná þeim út í dag gætu þeir þurft að hírast í hellinum í einhverja mánuði til viðbótar - nema björgunarfólki takist að dæla nógu miklu vatni úr hellinum þannig að þeir geti skriðið út. Úrslitaleikur HM fer fram í Moskvu þann 15. júlí næstkomandi. Fastir í helli í Taílandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð. Í bréfi sem forseti sambandsins, Gianni Infantino, sendi til tælenska knattspyrnusambandsins segir hann að hugur alþjóðlegu fótboltafjölskyldunnar sé hjá drengjunum og fjölskyldum þeirra. Hann segist vona að drengirnir, sem sjálfir æfa knattspyrnu, losni úr hellinum sem fyrst og að bréfið hans verði þeim hvatning á þessum erfiðum tímum. Hann bætir jafnframt við að drengjunum sé boðið á úrslitaleik HM sem fer fram í Moskvu um miðjan mánuðinn.Sjá einnig: Kafari lést í hellinum„Ég vona innilega að þeir geti verið með okkur á úrslitunum, sem verður án efa dásamleg stund full af samkennd og gleði,“ segir í bréfi Infantino sem má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varpaði fram þeirri spurningu á Facebook-síðu sinni á dögunum hvort ekki væri rétt að leyfa tælensku drengjunum að leiða knattspyrnuliðin tvö, sem mætast í úrslitum HM, inn á völlinn. Hvort FIFA sé að bregðast við þeirri spurningu skal ósagt látið en ljóst er að mál drengjanna og yfirstandandi björgun hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar - eins og Infantino minnist á í bréfi sínu. Vonir höfðu staðið til að reynt yrði að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Búist er við mikilli rigningu um helgina sem torveldað gæti björgunarstörf. Takist ekki að ná þeim út í dag gætu þeir þurft að hírast í hellinum í einhverja mánuði til viðbótar - nema björgunarfólki takist að dæla nógu miklu vatni úr hellinum þannig að þeir geti skriðið út. Úrslitaleikur HM fer fram í Moskvu þann 15. júlí næstkomandi.
Fastir í helli í Taílandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Kafari lést í hellinum Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. 6. júlí 2018 04:38
Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46