Fara fram á handtöku fyrrverandi forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 08:03 Rafael Correa var forseti Ekvadors á árunum 2007-2017. Vísir/getty Dómstóll í Ekvador hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa. Hann er talinn hafa tengsl við rán á pólitískum andstæðingi hans árið 2012. Correa, sem býr ásamt konu sinni í heimalandi hennar Belgíu, neitar öllum ásökunum. Dómarinn sem gaf út handtökuskipunina sagði í samtali við þarlenda miðla að hann væri búinn að gera Interpol viðvart og að hann hafi farið fram á að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur. Þingmanninum Fernando Balda var rænt í höfuðborg Kolumbíu, Bogotá, eftir að hafa flúið landið. Hafði hann þá átt í háværum og opinberum útistöðum við Correa, sem þá var forseti landsins. Lögreglan hafði hendur í hári ræningja hans aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynning barst um ránið á Balda. Þingmaðurinn ásakaði síðar Correa um að hafa staðið á bakvið mannránið.Fernando Balda, hér fyrir miðju, segir Correa hafa staðið á bakvið mannránið árið 2012.Vísir/epaBalda hafði á þeim tíma verið ákærður fyrir að standa á bakvið misheppnað valdarán í landinu árið 2010, þegar hann reyndi að koma Correa frá völdum. Þingmaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm fyrir að stofna þjóðaröryggi í hættu. Fyrrnefndur dómari sagði að hann hafi gefið út handtökuskipunina því að Correa hafi skrópað í réttarsal. Þangað hafði hann verið boðaður til að liðsinna við rannsóknina á mannráninu. Þess í stað ákvað Correa að gefa sig fram við ekvadorska sendiráðið í Brussel - sem dómarinn sagði að honum hafi ekki verið heimilt að gera. Correa, sem var forseti Ekvadors frá árinu 2007-2017, hefur ætíð neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Þess í stað segir hann ásakanirnar runnar undan rifjum núverandi forseta landsins, Lenín Moreno, en þeir voru áður bandamenn í stjórnmálum. Ekvador Kólumbía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Dómstóll í Ekvador hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa. Hann er talinn hafa tengsl við rán á pólitískum andstæðingi hans árið 2012. Correa, sem býr ásamt konu sinni í heimalandi hennar Belgíu, neitar öllum ásökunum. Dómarinn sem gaf út handtökuskipunina sagði í samtali við þarlenda miðla að hann væri búinn að gera Interpol viðvart og að hann hafi farið fram á að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur. Þingmanninum Fernando Balda var rænt í höfuðborg Kolumbíu, Bogotá, eftir að hafa flúið landið. Hafði hann þá átt í háværum og opinberum útistöðum við Correa, sem þá var forseti landsins. Lögreglan hafði hendur í hári ræningja hans aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynning barst um ránið á Balda. Þingmaðurinn ásakaði síðar Correa um að hafa staðið á bakvið mannránið.Fernando Balda, hér fyrir miðju, segir Correa hafa staðið á bakvið mannránið árið 2012.Vísir/epaBalda hafði á þeim tíma verið ákærður fyrir að standa á bakvið misheppnað valdarán í landinu árið 2010, þegar hann reyndi að koma Correa frá völdum. Þingmaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm fyrir að stofna þjóðaröryggi í hættu. Fyrrnefndur dómari sagði að hann hafi gefið út handtökuskipunina því að Correa hafi skrópað í réttarsal. Þangað hafði hann verið boðaður til að liðsinna við rannsóknina á mannráninu. Þess í stað ákvað Correa að gefa sig fram við ekvadorska sendiráðið í Brussel - sem dómarinn sagði að honum hafi ekki verið heimilt að gera. Correa, sem var forseti Ekvadors frá árinu 2007-2017, hefur ætíð neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Þess í stað segir hann ásakanirnar runnar undan rifjum núverandi forseta landsins, Lenín Moreno, en þeir voru áður bandamenn í stjórnmálum.
Ekvador Kólumbía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34