Mikil reiði í garð bandarískrar konu sem drap sjaldgæfan gíraffa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 22:49 Ein af myndunum sem Talley birti af sér á Facebook og er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum. twitter Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum í garð Tess Thompson Talley, 37 ára gamallar konu frá Kentucky í Bandaríkjunum, vegna þess að hún fór á veiðar í Suður-Afríku í fyrra og drap þá gíraffa sem tilheyrir sjaldgæfri tegund. Myndir sem Talley birti þá af sér á Facebook hafa farið á flug um netið en hún hefur nú eytt Facebook-færslunni. Við færsluna hafði hún skrifað að draumur hennar hefði ræst þegar hún veiddi sjaldgæfan svartan gíraffa en myndunum var síðan deilt á Twitter-síðunni Africa Digest með þeim orðum að Talley væri hvítur, bandarískur villimaður fyrir að drepa gíraffann.White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018 Twitter-færslu Africa Digest hefur verið deilt yfir 40 þúsund sinnum og hafa ýmsir þekktir einstaklingar látið Talley heyra það á samfélagsmiðlinum. Þannig sagði tónlistarmaðurinn Moby að hún hefði enga sál og sjónvarpsmaðurinn John Simpson sagði hana vera heimska konu. Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktur dýraverndunarsinni, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann vakti athygli á málinu.What's 16 feet tall and has a cunt on the back of its neck? https://t.co/nyCzHO0tuz— Ricky Gervais (@rickygervais) July 2, 2018 Þessi mikla reiði í garð Talley minnir á það þegar ameríski tannlæknirinn Walter Palmer skaut ljónið Cecil fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve. Fólk úti um allan heim fordæmdi drápið og peningagjafir streymdu til þjóðgarðsins vegna þess. Það er löglegt að veiða gíraffa í Suður-Afríku ef veiðin hefur verið skipulögð fyrirfram með þar til gerðum aðilum. Veiði Talley vekur hins vegar spurningar um hvort að verið sé að veiða gíraffa í landinu sem veiðiminjagripi en minna en 100 þúsund gíraffar eru eftir á Jörðinni. Simbabve Tengdar fréttir Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00 Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum í garð Tess Thompson Talley, 37 ára gamallar konu frá Kentucky í Bandaríkjunum, vegna þess að hún fór á veiðar í Suður-Afríku í fyrra og drap þá gíraffa sem tilheyrir sjaldgæfri tegund. Myndir sem Talley birti þá af sér á Facebook hafa farið á flug um netið en hún hefur nú eytt Facebook-færslunni. Við færsluna hafði hún skrifað að draumur hennar hefði ræst þegar hún veiddi sjaldgæfan svartan gíraffa en myndunum var síðan deilt á Twitter-síðunni Africa Digest með þeim orðum að Talley væri hvítur, bandarískur villimaður fyrir að drepa gíraffann.White american savage who is partly a neanderthal comes to Africa and shoot down a very rare black giraffe coutrsey of South Africa stupidity. Her name is Tess Thompson Talley. Please share pic.twitter.com/hSK93DOOaz— AfricaDigest (@africlandpost) June 16, 2018 Twitter-færslu Africa Digest hefur verið deilt yfir 40 þúsund sinnum og hafa ýmsir þekktir einstaklingar látið Talley heyra það á samfélagsmiðlinum. Þannig sagði tónlistarmaðurinn Moby að hún hefði enga sál og sjónvarpsmaðurinn John Simpson sagði hana vera heimska konu. Grínistinn Ricky Gervais, sem er þekktur dýraverndunarsinni, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann vakti athygli á málinu.What's 16 feet tall and has a cunt on the back of its neck? https://t.co/nyCzHO0tuz— Ricky Gervais (@rickygervais) July 2, 2018 Þessi mikla reiði í garð Talley minnir á það þegar ameríski tannlæknirinn Walter Palmer skaut ljónið Cecil fyrir utan Hwange-þjóðgarðinn í Simbabve. Fólk úti um allan heim fordæmdi drápið og peningagjafir streymdu til þjóðgarðsins vegna þess. Það er löglegt að veiða gíraffa í Suður-Afríku ef veiðin hefur verið skipulögð fyrirfram með þar til gerðum aðilum. Veiði Talley vekur hins vegar spurningar um hvort að verið sé að veiða gíraffa í landinu sem veiðiminjagripi en minna en 100 þúsund gíraffar eru eftir á Jörðinni.
Simbabve Tengdar fréttir Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00 Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01
Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum. 29. júlí 2015 19:00
Tannlæknirinn sem drap Cecil snýr aftur til starfa Walter Palmer fullyrðir að hann hefði aldrei drepið ljónið Cecil hefði hann vitað um vinsældir dýrsins. 7. september 2015 07:21