Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 13:35 Ættingjar drengjanna voru himinlifandi þegar fregnir bárust af því að þeir hefðu fundist á lífi í hellinum Vísir/Getty Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46